mánudagur, 28. apríl 2008

Mánudagur...

og næstum því komin í sumarfrí... það eina sem er eftir á dagskrá áður en það verður alveg komið er að klára eitt stk 2.5 eininga ritgerð og ég verð fínítóóóó...

Vikan fer þó ekki öll í þennan gjörning (að stitja og umorða þýðingar og finna heimildir) heldur ætla ég líka að fara austur í millitíðinni þar sem að hinn árlegi Raulari mun fara fram. :) 
Spenningurinn er ágætur en ég man bara ekki hvenær ég fór síðast... örugglega 3 ár síðan og ég var edrú! já ég veit, ég er ekki stolt af þessum slaka árangri, en þannig hefur það verið síðustu 5 árin að ég hef bara alltaf verið í miðjum prófum á þessum tíma og ekki haft nokkurn tíma til að fara austur. Það munaði þó mjög litlu í fyrra að ég hefði farið og gefið skít í eitt lokaprófið en eitthvað var það sem stoppaði mig, kannski rökhugsun ? En jæja, úr þessu öllu saman verður sko bætt og ég ætla að taka dansinn á gólfinu :)

Helgin sem leið var mjööög fín. Flugfélag Íslands feikti til mín fugli frá Akureyri og reyndi miðbæjarrottan ég, að sýna fuglinum menningu bæjarins í blíðskaparveðri. Eitthvað kíktum við líka á djammið, en Jónsi (og Harpa Þöll?) voru með innflutningspartý sem við auðvitað kíktum í og varð Poolborðið sem Jónsi á  mikill icebreaker :) Kíktum smá niðrí bæ og svo varð Ragna þreytt... Bærinn er bara ekkert skemmtilegur lengur held ég. Kannski að staðreyndin að ég hafi verið þar síðasta miðvikudag sé kannski ástæðan. P.s. ég mæli alltaf með Hereford ef þið viljið góða steik ! 

sjáumst á Raularanum :))) 
SHARE:

2 ummæli

 1. Nafnlaus9:44 e.h.

  Gaman að hitta þig um helgina skvís:-D oooooo mikið væri ég nú til í að fara á Raularann.... ótrúlega langt síðan ég fór til Víkur síðast:-S en svona er þetta þegar maður er orðinn stór og fullorðinn;-) hehe..... Góða skemmtun:-D

  Bestu kveðjur af skaganum

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus7:27 e.h.

  raularinn fyrir þrem árum já.. já þú varst edru.. og ég var e-ð aðeins minna en edrú... ú hú.. en skemmti mér samt gríðarvel :D:D

  Góða skemmtun.

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig