föstudagur, 26. október 2007

i skolanum, i skolanum

... er stundum skemmtilegt að vera..
lentum hjá afar fyndnum kennara í morgun sem kenndi okkur lífeðlisfræði og ég held svei mér þá að hann hafi bjargað deginum.

Willi er farinn og áttum við skemmtilegan tíma saman... svaka morgunverður var á miðvikudaginn en ég fór út í Bakarí og bjó til ferskan ávaxtasafa og alles...
svo var farin alvöru túristaferð um svæðið... kíkt í þjóðminjasafnið (ath að það er frítt í að á miðvikudögum, drífið ykkur þið þarna menningarleysurnar ykkar!) :)
fórum svo á kaffihús, kjöftuðum og ætluðum eftir það upp í hallgrímskirkjuturn... 400 kall ferðin upp ! nei takk ...
kveiktum því baraá kerti og fórum í perluna og skoðuðum "útsýnið" þaðan...
enduðum kvöldið á Reykjavík Pizza company og horfðum svo á Mýrina...
ég er svo menningarleg núna !!

ég er núna LOKSINS búin að finna mér kjól fyrir árshátíð Víkverja sem ég er að fara á, á laugardaginn og tek meira að segja gest með ;) - mamma er í skýjunum yfir því ! hahaha

í gær bakaði ég "hollt kryddbrauð" sem ég fékk hugmynd af af annarri uppskrift og breytti til að gera hana hollari
eiginlega alveg eins og þetta gamla góða sem mamma býr til en ótrúlega hollt...
enginn sykur
ekkert hveiti
enginn egg
engin olía

hér er uppskriftin

3 dl Spelt
1/2 tsk matarsódi
1 tsk vínsteinslyftiduft
1 1/2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk múskat
2 dl eplamús ( má líka blanda saman bananastöppu og eplamús eða nota bara bananastöppu)
3/4 dl agave sýróp

hrærið öllu saman og skellið í jólakökuform
(ég átti ekki jólakökuform svo að ég notaði lítil sílikon form... sýndist ða það væri ekki vitlaust að gera tvöfalda uppskrift í venjulegt jólakökuform...)

bakaði við 175 gráður þangað til að það var tilbúið

MANA ykkur í að prufa þetta !

setjið svo smá smjör og ost á og borðið. naaammmm!!
SHARE:

2 ummæli

  1. Nafnlaus3:31 e.h.

    þú ert svo dugleg ;)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus7:37 f.h.

    hver er Gestu hhohoho

    Skemmtið ykkur á árshátiðinni..

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig