þriðjudagur, 23. október 2007

allt að gerast..

já... það er fullt að gerast... ef það er ekki í félagslífinu þá er það í skólanum..

Willi kom á fimmtudaginn og ég gerði frábært salat og fór svo niðrí bæ á Deco með Svenna, Willa, Arnari og Bjögga þar sem ég heyrði Ragga, Danna og Gunna spila og ég segi það hér og skrifa að þeir eru án EFA bestu trúbbar sem ég hef heyrt koma fram... ég vil bara fara sem fyrst aftur og hlusta á þá, hver vill vera memm? ? þeir eru oft á fimmtudögum á Deco, ef ekki alltaf.
Föstudagurinn var rólegur, ég fór ekkert að djamma :) og var bara heima að læra þangað til að svenni og Björgvin komu í heimsókn.
Á laugardaginn var ég mestallan daginn upp í bústað hjá Svenna, að hjálpa mömmu hans aðeins með eitthvað Rótarý lið og þegar það fjör leystist upp þá hófst annað en Eiki vinur okkar átti 25 ára afmæli á mánudaginn og var haldið upp á það að á lau með svaka góðum mat, gítarleik, arineld og svo endað í pottinum... of mikið magn af freyðivíni fór í magann og höfuðið á þeim sem drukku yfir höfuð og segja tölur að við höfum 6 drukkið 13 flöskur ! enginn skal furða sig á höfuðverknum á sunnudeginum.
Allir fóru svo á sun og eftir urðu ég og Svenni og höfðum það nokkuð kósí bara þó svo að við höfum ekki farið í pottinn,... það var bara svo kallt ! :/

ætla að setja inn nokkrar myndir frá verklegri sár og sáraumbúðatíma frá miðvikudeginum í síðustu viku sem var SÉRLEGA skemmtilegur eins og myndirnar sýna :)

SHARE:

5 ummæli

  1. Nafnlaus3:22 e.h.

    Ohhh þetta var svo gaman :) Verðum að vera duglegar að taka myndir þegar við erum heitar í æfingum :)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9:18 e.h.

    Greinilegt að hér eru á ferð færar hjúkkur!:)

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus2:14 e.h.

    Ertu ekkert þreytt?
    Mér finnst alltaf vera þétt skipuð dagskrá hjá þér... hehe
    Flottar með plástrana ;0)

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus2:14 e.h.

    Ertu ekkert þreytt?
    Mér finnst alltaf vera þétt skipuð dagskrá hjá þér... hehe
    Flottar með plástrana ;0)

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus3:14 e.h.

    Tokkalega flottar a tvi :)

    ...Tinna

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig