sunnudagur, 3. júní 2007

my life...

.... er frekar auðvelt.
ég á ekki börn, hús, hund og hef engar skyldur gagnvart neinum nema þær sem ég ákveð sjálf og eru þá teknar í algeru samráði við mig :) ég ætla því að loka augunum og njóta augnabliksins !
ég ætla því að reyna að hætta að leyfa mér að hafa áhyggjur af ómerkilegum hlutum... stressa mig á aðstæðum sem ég get alveg ráðið við eða leyfa mér að sleppa hlutum bara af því að ég hef örugglega ekki tíma fyrir það, ég þarf bara aðeins að skipuleggja mig betur og þá passar þetta oft saman ! :)

það lítur allt út fyrir að ég sé orðin 25% hjúkrunarfræðingur... jibbí. ein einkunn eftir að koma, en ég er allavegana komin með 70 % námsárangur og það er það sem ég þarf líka til að fá eitthvað af þessum námslánum sem ég er búin að eyða. Hlakka til að byrja næstu önn með bankareikning í plús í staðinn fyrir 50 þús í mínus. já, ég safnaði ekki MIKLUM pening í englandi, hefði svosem getað safnað mér pening en ég var þarna til að skemmta mér, upplifa hluti og gera sem mest, og það gerir maður ekki með því að spara eins og djöfullinn ! :D ég náði líka að koma 3 sinnum heim, fara einu sinni til Berlín og einu sinni til Dublin á þessum tíma, eða 9 mánuðum réttara sagt. góður árangur það. Er mikið búin að velta fyrir mér hvað ég eigi að gera í framtíðinni. Á ég að sérhæfa mig eða ekki, á ég að fara í ljósmóðurina eða ekki... núna get ég ekki valið á milli - Bráða og slysahjúkrunar eða barnahjúkrunar. Svo kemur líka til greina eins og planið var alltaf - ljósmóðir. Hvernig væri að læra skurðhjúkrun kannski líka ? obbosí... :D allt komið í rugl :)

vinnan á Höfðabrekku hefst á morgun fyrir alvöru. Veit ekki hvort ég hlakka til... nei ætli það... mest vildi ég vera að vinna á sjúkrahúsi. en þar væri ég að stunda góðgerðastarfsemi fyrir ríkið.... ég ætla ða byrja með bankareikning í plús næstu önn og ekki þurfa að fá fyrirframgreiðslu frá bankanum fyrir námsláninu.

thumbs up...
SHARE:

2 ummæli

  1. Nafnlaus9:51 e.h.

    Njóttu lífsins þíns í botn.. Það gerir það enginn fyrir þig!

    Þótt það hefði verið gott fyrir reynsluna að vera að vinna á sjúkrahúsi núna þá er ekkert eins leiðinlegra að vera skuldugur upp að eyrnasnepplum þegar maður ætlar loks að fara fóta sig í lífinu og fjárfesta eftir nám!!! Sérstaklega þegar þig langar að fara sérhæfa þig svona mikið.. :)

    Nóg er um úr valinu um greinilega.. og nógur er tíminn til að velja ekki satt..

    Legðu aftur augunum og njóttu augnabliksins bara fyrir mig :D

    sakna þín.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus2:43 e.h.

    Er svo ekki um að gera fyrir ykkur einhleypu hjúkkur að kikja til færeyja??

    http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1272950

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig