Skrapp á klaustur í gærkvöldi og kíkti aðeins á Systrakaffi, fór svo AFTUR á klaustur í dag og eyddi 17. júní þar :) skemmileg dagskrá á sjoppuplaninu hjá Ella og Gumma og meðal annars voru þarna jeppar, sleðar og motocrosshjól til sýnis. Svo fleytti Gummi Vignir yfir Skaftá á sleðanum sínum og Rúnar gerði heiðarlega tilraun til að fara yfir Skaftá á Tus-Tus ( eldgamall traktor sem var málaður í gærnótt, blár, gulur og rauður bara fyrir þetta tilefni...) taka má fram að Tus-Tus lifði svaðilförina ekki af.
hér eru nokkrar myndir
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)