andsk....
fékk sjóðandi heita súpu yfir alla vinstri hendina á mér í kvöld.. lenti í smá árekstri við eina stelpuna þegar ég var að fara með nýsoðna tómatsúpu ( þykka ! ) niður í sal fyrir fyrsta hópinn sem kom kl 7 með þeim æðislegu afleiðingum að það slettist svona glæsilega yfir alla hægri hendina , hálfa leið upp á olnboga og yfir hægri fótinn á mér.
fóturinn slapp ágætlega... lítið brunnin þar svosem, en hendin! ARGH ! er eldrauð og komin með 3 blöðrur, Hendin logsvíður alveg.
Svo voru fyrstu viðbrögðin mín auðvitað þau að reyna ða leggja frá mér pottinn eitthvert ( á gólfið) og grípa um hægri hendina með þeirri vinstri og reyna að skafa eitthvað af súpunni af, svona á leiðinni að næsta vaski. svo að ég er brennd í lófanum á þeirri vinstri, og mestum hluta af þeirri hægri fyrir utan 3 putta sem sluppu eiginlega alveg. Lófinn sjálfur er lítið brenndur. Verst er ég brunnin á úlnliðnum og handarbakinu.
það er sko ekki skemmtilegt að gefa 110 manns að borða og vera hálf handlama. Vinnan mín er líka mest í gufu, hita eða heitu vatni!
110 manns aftur á morgun og svo er ég komin í helgarfrí ! :) víiíí
ætla að flýja suðurlandið og fara upp á miðhálendi, labba á fjöll ( sjáum til hvernig það tekst til ) og sofa undir berum himni ( ég legg inn pöntun núna fyrir engum skúrum föst og lau nætur ! )
p.s.
ég myndi sýna ykkur mynd ef að hetjusárin mín næðust á filmu ;)
hey já
í kvöld fór ég svo í miðnætursund í gömlu lauginni með Terese, Tómasi, Jóhönnu, Linusi og Þráni.... já, með hendurnar upp úr auðvitað ! :)
ég var driver og fórum við á Lettnum hans þráins og komum við á bakaleiðinni út á sólheimasandi og leyfðum þeim sem ekki voru búnir að sjá, flugvélaflakið þar.
c ya !
ha! ætlarðu ekki að vera í Vík um helgina! eru stelpurnar þá hættar við að koma??
SvaraEyðaSettiru ekki tómata á brunann??
SvaraEyðaHerregud Ragna.. step away from the tómatsós.. ;) Hefði verið gaman að vera með þér um helgina sæta, bætum úr því fljótlega:)
SvaraEyða