mánudagur, 11. júní 2007

eitt stutt blogg

er komin í bæinn... home sweet home ! :))))))
ætla að njóta þess að pissa með hurðina inná klósett opna og skella hurðum seint um kvöld :D

ferðin hingað í bæinn var ansi ágæt bara og alls ekkert einhver ferð sem flokkast undir venjulega ferð á milli Víkur og Reykjavíkur.
hver er það sem afrekar það að láta lögguna stoppa sig 2 klst leið ! *pick me pick me*
jújú, ok.. ÉG ! :)
þar sem að þið eru búin að sjá nokkra broskalla í þessu bloggi getiði getið ykkur um að ég fékk ekki sekt. Í fyrra stoppinu á milli Hvolsvallar og Hellu ákvað hann að stoppa mig af því að ég keyrði undarlega á undan honum ( ég þorði ekki að viðurkenna að ég hefði verið að fara úr skónum ! ) hann hætti samt við að láta mig blása enda virtist ég vonandi vera tiltölulega eðlileg :) sexystuðull lögreglumanns : + 7 ( af 10)

svo var það annað sem kom fyrir á leiðinni... það keyrðu næstum 2 mótorhjól aftaná mig ! hólí gvakamólí ! djöfulsins rugludallar!
ég lenti fyrir aftan vörubíl með þökur og þurfti að hægja á mér og þeir komu á fullu beint á rassinn á mér og rétt náðu ða sveigja framhjá (fannst mér allavegana) og tóku svo fram úr mér og vörubílnum á blindhæð með óbrotnar línur. Þeir fengu ekki fallegar hugsanir frá mér.
Rétt eftir þetta þá mæti ég einni löggu í viðbót ( löggur út um allt í kvöld greinilega ) og ég hugsaði að hún HLYTI hafa náð að mæla þessa geðveiku menn/konur. Eitthvað hefur allavegana verið í gangi því að í fjarska þegar ég er að keyra niður Lögbergsbrekkuna sé ég 4 löggubíla með blá ljós koma og snúa svo allir við... nokkru síðar koma 2 aðrir löggubílar og taka fram úr mér og fara að elta... alveg örugglega hjólin held ég !

þegar ég var komin á rauðavatn sé ég eftir 2 sjúkrabílum keyra til vinstri á hringtorginu í átt að Breiðholti og svo sé ég 1 annan sjúkrabíl koma þangað aðeins síðar. Spurning hvort að einhverjum hafi tekist að slasa sig í þessu alle sammen ! ?

ég ætla að halda áfram að "vera við það að brjóta lög alvarlega" og láta löggur stoppa mig... just saves my day ! :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig