fimmtudagur, 28. desember 2006

svefnvenjur...

.... mínar, sem og annarra verða ansi furðulegar hver jól og páska, já, hver ( sem er í algeru fríi og þarf ekki að sjá fyrir heimili eða börnum) snýr ekki sólarhringnum við ?
furðulegur ávani, sem ég virðist ekki geta vanið mig af.
varð smá forviða akkúrat núna þegar ég var að horfa á stöð 2 og 60 minutes byrjaði AFTUR... já... sami þátturinn sem ég horfði á kl 10, hvernig má það nú vera??? ( ath, að ég gerði hluti í millitíðinni! ;)
svo að ég leit á klukkuna og hún var 3! mér finnst samt svolítið asnalegt að endursýna þátt 5 tímum seinna eftir að hann hafi fyrst verið sýndur, en anyhow... ég er búin að vaka of lengi.

eitt er samt merkilegt... aldrei hef ég átt í erfiðleikum með að vakna alltaf OF snemma og fara OF snemma að sofa!
mér finnst samt aftur á móti afskaplega leiðinlegt að sofa allan daginn, því að því fylgir að ekkert verður úr deginum. En ég er ekkert ákaflega hress þegar ég þarf að vakna og gera eitthvað þreytt! þá geri ég hluti illa og er, jah, frekar leiðinleg ! :) svo.. til að verjast leiðinlegheitum þarf ég að sofa svona lengi af því ég fór svona seint að sofa... haha! ragna í vondum málum! :) nei, auðvitað ætti maður að vakna ALLTAF á ákveðnum tíma... þegar ég verð fullorðin og ábyrg manneskja þá ætla ég ALLTAf að vakna kl 9!
( p.s. minnið mig á þetta :) )

ætla austur á Hunkubakka á morgun að heilsa upp á stórfjölskylduna... Ömmu og afa, sem ég sjálfsagt elda pizzu fyrir eins og hefð er komin fyrir og nýjasta fjölskyldumeðliminn hjá Herði Daða og Arndísi. Þau nefnilega eignuðust stelpu ekkert fyrir svo löngu og eyðilögðu fjölskylduhefðina í Björgvins fjölskyldu, að í hana myndu bara fæðast strákar! það gekk þó vel í hátt í 30 ár! :)

c ya!
SHARE:

2 ummæli

  1. Nafnlaus7:02 e.h.

    Maður er orðin algjör næturhrafn þessa dagana.. gengur ekki;)
    Hlakka til að hitta þig sæta spæta!
    Hafðu það gott cutie

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus7:36 e.h.

    Ragna mín, njóttu þess á meðan þú getur að sofa og vaka eftir vild. Svo gerist það einn daginn að þú færð engu um þetta ráðið svo ég segi bara: ENJOY!!!!!

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig