blessuð og sæl...
bloggið hjá mér hefur einkennst annsi mikið af stikksetningum frekar en einhversskonar útlistingu á því hvað ég er að gera... Þetta blogg er auðvitað mest megnis fyrir mig og engan annan.. kannski fékk það aðeins annan stimpil þegar ég bjó úti í Englandi og enginn af mínum nánustu vissu hvað ég var að gera og gátu þeir því fylgst með hérna á blogginu.
að segja að þetta sé aðeins fyrir mig og skrifa svo til ykkar er kannski smá mótsögn :) ?
en...
þið eruð að lesa... viðurkennið það bara ! :)
ég dunda mér samt við það af og til að fara 2-3 ár aftur í tímann og fletta upp hvað ég var að gera þá... það er líka megin ástæðan fyrir því að ég hef aldrei skipt um bloggsíðu, og mun ekki gera nema að geta tekið með mér allar hinar færslurnar... annars er ég mjög ánægð með bloggar núorðið... sérstaklega eftir að honum var breytt eins og breytingarnar á síðunni minni sýndu fyrir nokkru síðan.
ég er lítið búin að vera að gera síðan ég kláraði prófin.... ekkert merkilegt allavegana. :) keypti jólagjafirnar, gerði jólakort, fór í klippingu og neglur, heimsókn til Döggu og Sigga, sund með Árúnu og Theu, og gerði jólahreingerningu....
nenniði að minna Bróðir minn á að hann á eftir að gera sinn hluta af jólahreingerningunni...!!!
ég reyndar þvoði þvott fyrir 3 vikur enda var þvottastúss á not to do listanum í prófunum ! :D
á morgun mun brósi litli útskrifast sem bifvélavirki! er pínu stolt af honum að klára þetta svo snögglega og vel og ekki vera að draga þetta í mörg mörg ár!
við ætlum svo familía að fara í outrageous dýrt út að borða á Grillinu á hótel sögu... en þar var mamma sem nemi í kokkanáminu sínu
ég verð að viðurkenna ða ég er svoldið svekkt að Þráinn er kominn út á vinnumarkaðinn ....
hann er búinn að kaupa sér nýjan bíl ( einn enn?! !? já!) og getur farið að safna sér upp pening í hitt og þetta...
ég... á annað borð... sú sem er 2 árum eldri er ennþá í skóla og á sko eftir að vera í allavegana 4 ár í viðbót!!
en..
ég verð þó allavegana háskólamenntaður hjúkrunarfræðingur :) oh.. þetta hljómar svo vel!
þá get ég kannski skrifað aðeins um prófin
ég HELD að ég komist inn..
auðvitað er ekkert öruggt, en bara miðað við það sem ég hef lært í allan vetur ÆTTI að vera nóg..
hristi hausinn þegar ég var að lesa blogg hjá krökkum sem ég vissi af í menntó og tóku HEILA 2 daga í að lesa undir próf.... :) þeir gömlu góðu dagar eru liðnir hér á bæ og við tekið áhugavert nám... eða allavegana verður það þegar ég fer að læra meira sem er hjúkrunartengt.
að læra í 4 daga stanslaust undir próf og bara sofa um 5-6 tíma og svo nokkra tíma síðustu nóttina er það sem við krakkarnir sem höldum hópinn mest í hjúkruninni gerðum og hefði alveg veitt af 3 dögum í viðbót ...
próf eru samt alltaf erfið. alveg sama á hvaða stigi maður er !
þegar maður lítur til baka og horfir á bækurnar sem maður var með í hva, t.d. 10. bekk... hlæiði ekki bara?
ég ætla sko að hlægja að líffærafræði og lífefnafræði eftir 4 ár! :D múahahaha
ég er ekki alveg búin að ákveða mig hvenær ég á ða koma mér austur í sveitina..
það er sjálfsagt best að vera ekkert að því :)
c ya
fæ ég einhver kvitt í þetta skipti ?
jú auðvitað áttu skilið kvitt.. Fínt blogg hjá þér.. Vona að maturinn hafi verið súper goður hjá ykkur. Okkar matur var mjög góður líka og desertinn fínn líka. Thea var meira að segja súpergóð við frænku sína á meðan :)
SvaraEyðaMér finnst að Þráinn ætti að kaupa inn fyrir ykkur þar sem hann er kominn á vinnumarkaðinn en þú bara fátækur námsmaður :) Þú eldar líka ofaní hann ;);)
En já ætla ekki að hafa kvittið lengra en bloggið þitt.. see you soon.
hæ skvís..... ég er nú alveg viss um að þú hefur rúllað þessum prófum upp með annarri;-) Annars vildi ég bara kvitta og óska þér gleðilegra jóla því ég hafði ekki tíma til að gera nein jólakort:-S
SvaraEyðakvitt kvitt... ég viðurkenni að ég les bloggið þittt.. guilty ;)
SvaraEyðafærð alltaf kvitt frá mér sæta :)
SvaraEyðakvitt :-)
SvaraEyða