sunnudagur, 31. desember 2006

árið er liðið.... í aldanna skaut.... hvernig get ég fengið það til baka?

held að síðasta ár hafi verið eitt það viðburðaríkasta enda var ég í skemmtilegri ævintýraleit í Englandi sem tókst svona líka fjandi vel :) 
svo byrjaði nýr kafli í lífi mínu þegar ég byrjaði í HÍ að læra hjúkrun og vonandi á það eftir að setja línuna fyrir ágæta framtíð...


ég ætla að stikla aðeins á hvað ég gerði síðasta ár 


Janúar
Ég byrjaði síðasta ár hérna á íslandi en ég kom í smá heimsókn rétt yfir áramótin frá Englandi og var til 8. jan. Skemmti mér mjög vel um áramótin og ekki síður á þrettándanum sem var engu síður skemmtilegri í appelsínuönd og fylleríi hérna heima í Vík ásamt góðu fólki. 
8. janúar fór ég aftur til Englands í leiðinlegri og flugferð og við tók líf mitt í Englandi sem ég kunni svo vel við.
13. janúar skrapp ég samt í helgarferð til Berlínar þar sem ég var með Willa og Martin á gay stöðum ( nei, ég er ekki gay, þeir eru gay:) ) í Berlín, og í skítakulda, það sem var mest gott við ferðina var það að flugferðin kostaði mig 4 þús samtals báðar leiðir :) 
ég var líka ótrúlega mikil hetja að finna rétta strætóa, underground lestar og flugvelli, og það á þýsku. ég líka skildi fólk þegar það talaði við mig á þýsku, þó svo að eg hafi svarað því á ensku.
mesta stressið var það eila að komast á Stanstead flugvöll í englandi en þangað var svolítill akstur og ég lagði bílnum á long-term parking og vissi ekkert hvar þetta var. En enskum skiltum er það að þakka að oftast er auðvelt að finna staði og leiðir í Englandi. 
leiðin heim var aðeins meira vesen því að litli Puntbílinn var með sprungið dekk á long term parking stæðinu og það er ekkert auðvelt að finna dekkjaverkstæði í hendingu þegar maður ratar ekki einu sinni í næsta bæ :) 
Skráði mig á performance námskeið í sama skóla og Atomic Kitten komu úr en hætti eftir 3 vikur, þetta var ekki alveg að gera sig!
Bjöggi og Ellý fluttu svo í Fernhill close í Oxford og ég kíkti aðeins þangað á krakkana 


Febrúar
Ég skrapp heim 14. febrúar, þar sem fjölskyldan var í Austurríki á skíðum og hélt upp á afmælið mitt hérna á íslandi, Í leiðinni náði ég líka að skemmta sem silvía nótt á þorrablótinu á Eyrarlandi
skellti mér líka á tónleika með The acoustic set með krökkunum úr Oxford
Byrjaði að syngja með Íslendingakórnum í London og sýndi ótrúlega hæfileika á olíumálningarnámskeiði. 
fór að passa strák 2 tíma í viku sem var 10 mánaða og hét Arthur

Mars
Fjölskyldan ( mamma, pabbi og Þráinn) komu í  heimsókn til mín til Weybridge og reyndi ég eins og ég gat að sýna þeim allt sem ég var búin að sjá og meira til. Svoldið þreytandi að hafa gesti, þá í meiningunni að maður er að allan daginn og alltaf eitthvað planað :) 
Í mars fór ég til Írlands, nánar tiltekið til Dublin og var þar með íslenska kórnum og söng þar á tónleikum, borðaði góðan mat og skemmti mér ógeeeeðslega vel með krökkunum! það besta við þetta allt saman var að ferðin var í boði íslenska safnaðarins í London. 
fór að þrífa fyrir fjölskyldu í næstu götu, 2 tíma í viku, ég þurfti jú peninga til að versla meira ! :)
stofnaður var aupair klúbbur fyrir okkur aupair stelpurnar í London, auðvitað hét klúbburinn Mary Poppons! :D
Árún og Palli eignuðust litla prinsessu þegar ég var úti í Dublin, ég veit ekki hvor var stoltari, ég eða þau ? :) kannski þau, en ég fylgdi fast á eftir!
jói frændi kom svo og kíkti á mig í Englandi

Apríl
Eftir fínan tíma með Jóa frænda í englandi ( enska fjölskyldan var á Barbados) þá kom ég heim enn og aftur :) kom og var  yfir páskana
fór á Páskaball á Hvolsvelli með "eins og hinir" og rifjaði upp hve rosalega gaman það er á íslenskum böllum. 
Litla prinsessan hjá Árúnu og palla fékk nafnið Thea Mist í Háteigskirkju og ég fékk að syngja við þá athöfn.
fór aftur til Englands eftir að hafa borðað íslenskt páskaegg og skemmt mér :)

Maí
Sundlaugin var sett í gagnið úti í garði og hana átti ég efti að nota mikið það sem eftir var af dvölinni í Englandi.
Hélt áfram að kynnast fólki og hélt líka áfram að skreppa af og til til Oxford að hitta krakkana þar. Ellý kom einnig í heimsókn til mín og við prufuðum squass... note to self, teygja eftirá! 
sótti um í Háskóla Íslands, í hjúkrunafræði, mér tókst semsagt að ákveða mig.
Fjölskyldan fór aftur í ferðalag og Hildur og Gústi komu í staðinn og voru hjá mér í 5 daga. Það var ekkert smá gaman og við skoðuðum allt ( ég að skoða flest í 3. skiptið) 
svo hitti ég líka Sæunni og Gauja í London
Íslendingahittingur á bar í london og við skömmuðumst okkar smáááá yfir Silvíu Nótt í eurovision það kvöldið :)
keypti mér síma á Ebay og fékk hann svo endurgreiddann. löng saga
aftur var íslendingahittingur á bar í London þegar alvöru eurovisionkeppnin var, það var meira stuð en á fyrra djamminu enda íslenskur trúbbi líka með í för. 

júní
festist á milli í "skemmtilegum" skilnaði hjá fólki sem ég var stundum að passa fyrir á kvöldin.
Fór til Brighton í strandarferð og hitti þar Ritu, Ernu, Erlu og Röggu... já, Ragna var að verða brún :) 
hitinn fór að verða óbærilegur, enda var heitt allan sólarhringinn, lærði ég það ða það var best að sofa ofan á sænginni í boxer og bol og láta viftu blása á sig alla nóttina. þá lifði maður nóttina bærilega af.
17. júní var svoldið óvenjulegur enda haldinn í 35 stiga hita og logni við kirkju í London. vorum að djamma allan daginn og allt kvöldið, sveittari dag hef ég aldrei upplifað.
Hitti Dave, vin minn í London, loksins... alltaf jafn skemmtilegur! :)

júlí
byrjaði mánuðinn á að fara á risatónleika í Hyde Park á Roger Waters... say no more!! :)
einnig horfði ég á England detta út úr HM og  huggaði karlmann vegna þess, englendingar lifa fyrir fótbolta...!
Mary Ellen keypti sér nýjan Lotus bíl. ég prufaði hann nú reyndar aldrei:/
fékk sólsting og það er viðbjóður! 
fór á Bodies the Exhibition í london, góð ferð fyrir verðandi hjúkkurnar, mig, Brynju og Erlu :) 
fékk Macbook tölvuna mína
fór að fíla golf :)
minnir mig á það, ég ætlaði alltaf að skrá mig í golfkennslu...
fór og tíndi ferska ávexti á pick yourself búgarði, eitthvað sem maður á aldrei eftir að gera hér á Íslandi
fór með krakkana í ævintýragarð og skemmti mér ekkert síður en þau í tækjunum. Flaug svo heim 28. júlí :( það var svoldið erfitt... ég hefði alveg til að vera lengur. ætla ekkert aðsegja fleiri orð um það, en jæja, ég á mjöööög margar góðar minningar um það þegar ég bjó í Englandi
kom heim og fór beint á verslunarmannahelgartjútt á akureyri helgina eftir, fór á Sigurrós spilaði og ég dansaði við eurovision lög alla helgina :)

Ágúst
síðan fékk smá andlitslyftingu
tók nokkrar vaktir í Holtsbúð og byrjaði undanfaranámskeið í Efnafræði til að búa mig undir efnafræðina í hjúkruninni
fór á Töðugjöld með familíunni, eina útilega sumarsins! :) 
fór í jepplingaferð aðeins inná hálendi í dagsrúnti, mikið var gott að sjá víðáttu, ekki bara tré eins og í Englandi

September
fór í réttir í sveitinni eins og alltaf og auðvitað líka á réttarball, helstu skrautfjaðrir sveitanna á klaustri voru mættar í útigallanum og klipu í rassana á okkur stelpunum, það var samt ekker eftirpartý og var það lélegt
var aftur mætt austur úr rvk helgina eftir það og fór á annað réttarball, þá í tunguseli, það var svipað og hitt en aðeins betra ef eitthvað var
Háskólinn byrjaði og ég hætti að drekka
þráinn fór að vinna í Heklu, 
ég byrjaði að overdósa á latté yfir líffæra og lífefnafræði
allir og þar á meðal ég fylgdust með Magna í Rockstar
drekkti tölvunni í vaxi, bjólfskviða sló ekkert svakalega í gegn í bíóum landsins. Kíkti með stelpunum mínum á Footloose og er ennþá haldin þeirri geðveiki að halda að ég kunni alveg að dansa
fór og mótmælti virkjunum með göngu niður laugaveginn ásamt Ingibjörgu og Bjössa, fór með Ingibjörgu og kakói og horfði á Reykjavík myrkvaða
Ég féll og byrjaði að drekka aftur

október
barðist við svefnleysi, en það lagaðist allt með tímanum
Púmba, hamsturinn minn drapst. fékk mér nýja klippingu og það var ansi ólíkt því sem ég hef verið með hingað til
Þorbjörg og Pálmi héldu upp á afmælið sitt sem endaði með tjútti niðrí bæ. októberfest kom og fór og reyndi ég að vinna gallabuxur í bingói í stóra samkomutjaldinu sem ég hafði hjálpað til við að setja upp.
Davíð hélt smá partý á Hressó og kíkti ég á hann ásamt öðrum, síðan mín fékk MAJOR make-over og alveg nýtt lúkk.
Jet black joe trylltu líðinn á Gauk á stöng ( heitnum ) ég missti álit mitt á íslenskum kvenmönnum í þokkabót, prufaði líka singstar hjá sveppa. makkinn fékk random shutdown syndrome og ég bauð í snúðapartý. ákveðið var að hækka fjölda nemenda áfram eftir 1. önn úr 80 upp í 105. mjög ánægjulegt!
Saumaklúbburinn fór út að borða á Apótekinu með mökum og var reikningurinn hátt á annað hundruð þúsund! það segir samt ekkert hvað það var gaman :) 

nóvember
í miklu óveðri duttum ég og árún í það í sokkafylleríi... góð hugmynd þar á ferð! :D lærði að nafnið mitt á japönsku er  羅弘菜, 
Týndi símanum, en fann hann reyndar aftur... hjúkket! fór nokkuð oft í bíó þennan mánuð. örugglega bara af því að það var búið að hækka verðið upp í 900 kr á miða
Sigga Gými var haldið feiknarinnar skemmtilegt partý og stóð það fram á morgun, trúbbinn á kaffinu sló í gegn og ég var á bömmer í nokkra daga að hafa ekkert lært þetta kvöld, þarna var ég farin að læra ALLA daga ALLTAF og tók eila ALDREI frí. Ég kom með yfirlýsingar að ég ætla aldrei að vera gift manni sem er eða verður frímúrari... minnið mig á þetta!

desember
fór næstum yfirum í próflestri og komst að því að það gengur ekki lengi að læra allan daginn, allar nætur og alla morgna. Desember fór eiginlega allur í próf og ég gerði lítið.
en ég fór þó eftir prófin austur og hélt jólin þar, fór í jólajeppaferð og búin að smakka nokkra jólabjóra, í kvöld verður svo skotið árinu í burtu.. :)

þetta ár var..... úff..... viðburðaríkt...
ég vona að þetta verði svipað eða betra :) 

það er komið að sturtunni  og svo er kvikindið í ofninum... :) 
mojito er drykkur kvöldins! 

takk fyrir mig og gleðilegt nýtt ár!
































SHARE:

3 ummæli

  1. Nafnlaus6:34 e.h.

    Góður annáll! Takk fyrir árið! :)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus8:21 e.h.

    pjúff, ekki hefði ég nennt að skrifa allt þetta...gott að vita að ekki eru allir svona latir eins og ég ;)

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus12:31 e.h.

    Ótrúlega gott ár að baki.. og held að þetta ár verði bara enn betra.. :D

    Ég verð að viðurkenna að það vöknaði bara um augun mín þegar ég las hjá þér nokkra mánuði.. þó aðalega mars og apríl :D

    Hlakka til að sjá þig krúsa mín.. og svo mössum við ræktina á árinu!!

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig