miðvikudagur, 27. desember 2006

jólaferð 2006

jæja

ætla að henda hér inn smááá ferðasögu frá deginum í dag.

endaði á smá ralli í gærkvöldi heima hjá Stjána ásamt nokkrum öðrum í
endalausu stuði og keppnisskapi yfir partý og co spilinu :) ég
reyndar skjögraði (bókstaflega) heim um 2 leitið með gífurlegan
hiksta, já, þvílíkur var hann að það bergmálaði í fjallinu... kannski
voru þetta eihverjar ofheyrnir, en er ég ekki rétta manneskjan til að
dæma það svosem :/
ég var svo komin fram, ennþá með annað augað lokað kl 7 í morgun til
að taka til hitt og þetta til að snæða og vera í í
jólafjallaferðinni. Vippaði auðvitað upp nýja útleguhitabrúsanum og
sauð vatn af stakri snilld til að hafa með mér kakó! :)
þegar ég var búin að hella svona rúmlega hálfan brúsan fer ég samt að
leita að kakói. það eina sem ég fann voru um 4 tsk af swissmiss.
greindin hefur eitthvað skerst við 4. bjórinn kvöldinu áður því að
þarna í einhverju óráði ákvað ég að 4 tsk væri bara alveg feikinóg og
þetta væri bara diet-kakó. big mistake... þvílíkt sull sem þetta
sannaðist svo vera! :) en kakóið var heitt, svo að ekki klikkaði
brúsinn.
ég smurði líka brauð og parta og stal smákökum og rauk svo út þar sem
Gummi Vignir beið á Ofur Mússó. jámm... komin út kl hálf 8 og við
voru fyrsti bíll mættur upp við kofa við jökul, við þurftum nú
reyndar ekkert að bíða því að það tíndust svo bílarnir hver af öðrum
uppeftir í myrkrinu.

við fórum svo að þræða steina og oddsteina uppímóti, með það í huga
að stefna á jökul.
allt gekk bara vel þangað til að í einni brekkunni var flautað á
okkur Gumma Vigni og kallað að það væri sprungið afturdekk.
sem betur fer var það nú ekki.. en það hafði affelgast, bara innan á
þó. Allir komu með töfralausnir á vandamálinu og áttu allir
startsprey ! það var samt ekki farið út í búmmbúmm viðgerðir, heldur
var drullutjakk frá Orra skellt undir kúluna og rassinum lyft aðeins,
ásamt því að moka undan dekkinu, skellt 2 loftdæluslöngum á og svo
ýtt dekkinu að og viti menn, það fylltist af lofti og small aftur
uppá felguna.
svo var lallað upp á jökul í frekar fágætu skyggni af og til en það
birti þó þegar líða fór að 10 og sást orðið í bláan himin.
færið á jökli var mjög fínt, ekkert of hart og ekkert of mjúkt, gekk
því bara vel og fórum því næst niðrá Mælifellssand þar sem búist var
við stöðuvatni miðað við rigninguna sem hefur verið síðustu, hva,
mánuði, finnst mér! byrjaði þó heldur bagalega því að Atli þeysti á
Afa og allt fór á bólakaf í krapa... Við og Ingvar ákváðum að tralla
aðeins áfram þræðandi þær sandeyjur sem náðu upp úr krapavatninu, það
voru nú hvort sem er nokkuð margir bílar þarna til að draga Atla
hvort sem er.
svona þegar það fór að líða og bíða komu 2 bílar þarna á eftir okkur
og var þá alti búinn að soga sig fastan ofan í krapapyttinum eins og
jóladrullusokkur og hafði ekkert haggast. Hann var það fastur að Kári
sem var að gefa honum drátt missti kúluna við átökin og small
spottinn í afturhlerann hjá Atla og auðvitað skemmdi Afa. en... það
hefði getað verið verra, þó svo að þetta sé ekkert gott!
Ingvar snéri svo við því að það hafði sprungið loftpúði á einum jeppa
og hann var með einn auka. Þegar allt þetta var komið í orden,
semsagt atli hættur að leika drullusokk og loftpúðinn kominn undir
var haldið áfram. vorum svoldið smeik yfir þessum bláma sem blasti
við okkur en þetta hélt allt saman alveg ótrúlega, án teljandi
vandræða. Atli hafði örugglega bara fundið stærsta krapapyttinn?
Þá bárust aðrar hrakfarafréttir, en þá hafði loftpúði sprungið hjá
Kára ( þessi maður ætti að vera með lager með sér af þeim?) en hann
var ekki með vara (held ég) þá var spurningin hvað ætti að gera...
skilja bílinn eftir eða hvað... á endanum var bara gormi skellt
undir í staðinn og við ætluðum að kíkja inn í Skófluklif enda var
færið ágætt og enginn var snjórinn.
það fannst þó eitt stk brekka fyrir strákana til að spítta í og er
það svoldið gaman að fylgjast með því :D að sjá alla bílana keppast
við hver kæmist hæst. Brekkan var samt svolítið lúmsk því í toppnum á
henni var mikið harðfenni og algert stál.
Atli ákvað að drífa sig í burtu áður en þetta myndi enda með ósköpum,
sniðugur drengur þar á ferð, því að lokum endaði það á því að Orri
gataði vatnskassa helvíti myndarlega á Willy's.... það var semsagt
stóra stoppið og við hættum við að fara inn í Skófluklif og ætlaði
Atli að spotta Orra heim því að hann var svo rosalega duglegur að
moka Atla upp þegar hann var í drullusokksævintýrinu :) eitthvað fór
Orri samt að láta ófriðlega aftan í Atla og var ástæðan fyrir því sú
að orri var ekkert að stýra, jah eða jú, að reyna en stýrið virkaði
ekki...
það var þá ennþá meira stóra stoppið og allt rifið úr, vatnskassinn
og þetta stýrisskaft ( ? ) og bíllinn skilinn eftir inn af
Mælifellssandi... ég held nú samt að það sé búið að sækja hann núna
eða verði gert á morgun ( miðvikudag)
upp úr þessu splittaðist hópurinn... allir bílar nema við, Atli og
Ingvar, fóru Emstrur heim og veit ég ekkert hvernig það gekk.
ferðin okkar yfir jökul gekk ágætlega, þó svo að bíllinn hjá gumma
var eitthvað furðulegur á köflum og snjóblindan og skyggnið var
frekar leiðinlegt. Við kofa upp við jökul var svo girnileg
rigning.... fínn dagur alveg hreint og gott að komast aðeins með
tærnar í snjó eftir Englandsdvölina síðasta ár :)

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig