fimmtudagur, 28. desember 2006

heimsokn...

... ég fór í heimsókn í sveitina áðan... pizzan stóð fyrir sínu og ég hitti litlu stelpuna sem vildi ekkert hitta mig heldur bara svaf :)

er með skrítinn hroll akkúrat núna.... skrtítin tilfinning er að læðast að mér eftir nokkuð laaaangt skeið. Af hverju geta fortíðardraugar ekki haldið sig í burtu? eða ég haldið mig frá þeim?
annars held að allar stelpur þekki þennan hroll, einbeitingin hverfur alveg... ég held ekki einu sinni einbeitingu yfir heilli frétt á mbl ! :) nú er gott að vera búin í prófum :))))

úr þessu í annað... þá er ég næstum því að verða crazy á að gera ekki neitt í þessu fríi. :o) ætla því að fara í bæinn og vinna í næstu viku, hringdi áðan og fékk bara "JÁ koddu bara að vinna strax!" engar áhyggjur, ég er ekki alveg farin í bæinn.... það verður ekki fyrr en á mánudaginn.
get samt bara unnið til 8. jan því ða þá þarf ég að leggjast aðeins undir hnífinn og verð ekki í vinnuhæfu ástandi í einhvern tíma, vona að ég geti farið í skólann 11. ( ef við gerum ráð fyrir því að ég hafi komist inn)
jújú... ég komst inn... hvaða rugl er þetta í mér :)

svo er eitt annað... það er allt í uppiloft með áramótin, enda kaffið lokað!!!
what to do ?!?!
what to do?!?!
jæja... ekki er öll von úti enn.
það verður allavegana partý hér strax eftir flugeldauppskot á Guðlaugsblettinum, svo verður ævintýramennskan bara að leiða í ljós endann af nóttinni :)
mig langar samt til að hitta alla, sérstaklega auðvitað nokkra útvalda aðila :) en hitta sem flesta... djöfulsins bömmer með kaffið!!!
ég tek undir uppástungu Ingvar á Höfðabrekku... tjalda bara á Guðlaugsblettinum! meina... til hvers að vera með þetta riisa samkomutjald og nota það ekkert ? hah ! :)


já og ... gaman að fá comment frá einhverjum sem hefur ekki commentað á síðuna mína áður ;) þið þurfið ekkert að vera feimin sskurnar :)
SHARE:

2 ummæli

 1. Nafnlaus5:35 e.h.

  Ég kem til þín í gamlárspartý, gamlárspartý, gamlárspartý ;-) híhíhí. Ég er í rosa stuði, þannig að við gerum bara gott úr þessu :-)
  Annars segi ég það með þér, KAFFIÐ LOKAÐ !?!?!

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus12:05 f.h.

  Ég mæti til þín þegar það er búið að skjóta upp!! :) verðum í bandi á morgun!

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig