Þú veist að þú átt alvöru jeppa þegar…
1. Ef þú notar þvottakústinn til þess að þrífa bílinn þinn innandyra sem utan
2. Þú getur bætt lofti í dekkin án þess að stoppa á bensínstöð
3. Þegar besta leiðin frá stað A til B er yfir steinahrúguna eða YFIR fjallið
4. Þegar beygla eða rispa eykur bara fegurðargildið
5. Þú veltir honum og ferð ekki í uppnám
6. Mamma og tengdamamma komast ekki upp í bílinn án hjálpar
7. Það tekur meira en 6 tíma að sækja mjólk upp í búð
8. Þegar þú leggur bílnum ofan á snjóhrúguna sem hefur verið mokað af bílastæðunum
9. Þegar þú ferð með vinina á rúntinn og þeir segja “hvaða slóða? Ég sé engan slóða!”
10. Þegar þú sérð vel yfir Rav4
11. Þú geymir alltaf neyðarútbúnað og auka föt í bílnum því þú veist aldrei í hverju þú gætir lent
12. Það rignir og þér er nokk sama hvort að það vanti dyrnar eða hvort að rúðurnar séu opnar
13. Þú notar íssköfu INNAN á rúðurnar í bílnum
14. Það eru olíuborin puttaför á hverri blaðsíðu í viðgerðarhandbókinni
15. Vinirnir biðja þig um að VELTA BÍLNUM EKKI ef þú tekur þá á rúntinn
16. Þú eyðir meiri tíma undir bílnum en undir konunni/karlinum
17. Þegar þú half vorkennir þeim sem keyrir um á jeppanum sem metinn er á undir 2 milljónum
18. Þegar þú kannt orðið kreditkortanúmerið þitt utanbókar
19. Konan neitar að fara í bæjarferð a bílnum
20. Þegar þú skellir hurðinni og uppþornuð drulla hrinur á jörðina
21. Þú ert sá eini í götunni sem mokar ekki innkeyrsluna
22. Þú heyrir ekki í græjunum í bílnum vegna veghljóða
23. Þegar þú kallar dekk sem nær þér ekki upp í mitti kleinuhring
24. Þú getur ekki stolist neitt á bílnum því að það heyrist í vélinni á bílnum langar leiðir
25. Þú ert með nóg af verkfærum í bílnum til að opna lítið verkstæði
26. Þú ert með aukahluti í drifið í skottinu ef illa fer.
27. Það er stöðugt tekið fram úr þér á þjóðveginum
28. Veskið þitt er alltaf furðulega tómt
29. Þegar þú metur brekkur eftir því hve gaman sé að reyna að komast upp þær
30. Þegar þú loksins þværð bílinn ertu spurður hvort að þú sért kominn á nýjan jeppa!
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)