jæja, vikan er formlega hálfnuð, það gerist alltaf á miðvikudögum..
plan mitt þessa dagana er ansi dapurt skal ég segja ykkur.
Er ekkert að gera nema fara í síðdegisskóla hjá endurmenntundardeild háskólans í aðfaranám að efnafræði (vá, mikið af flóknum orðum hér!)
svo er ég nú reyndar að taka einhverja aukavinnu svo ég fari ekki alveg yfir um.
var t.d. að keyra vörubíl á föstudaginn í Rvk að snattast með hellur og hífa af með krana fyrir Hellusteypu JVJ. Aldrei átti ég von á að meiraprófið kæmi að notum! :) þarf nú samt að fara að taka rútuprófið svona til að nýta bóklega námskeiðið áður en það verður útrunnið. því HVER veit nema að það geti komið sér að góðum notum?
á mánudaginn var ég svo um morguninn hjá hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, verð einhverjar vaktir þar í viðbót fram í næstu viku.
í gær og í dag... Frí ! :)
þó svo að ég sé bara búin að vera hérna á íslandi í tæpar 3 vikur er ég alvarlega sokkin inn í Beverly Hills og Melrose place. Man þegar þetta var í sjónvarpinu og var sko ALVEG það flottasta trendið. SHIT hvað þetta er hallærislegt núna.
mér til smá skelfingar er sumt að þessu að koma aftur í tísku (segi ég og sit í splunkunýjum leggings þegar ég skrifa þetta)
bíð bara eftir að buxurnar með bandið undir hælinn komi aftur... hahaha
sumarið hefur valdið mér vonbrigðum, mér hefur svotil verið skítkalt allt frá því að ég kom til íslands og oftar en ekki haft á orði afhverju fólk þrífist hérna á þessu skítaskeri, hitathermostatinn minn er samt að komast í samt lag og er ég farin að treysta mér út í prjónaermum og EKKI frjósa.
Viðskiptabanninu mínu hefur ekki enn verið aflétt, það er vegna þess að ég á ekki KRÓNU og ég held að þó svo að ég reyni að telja mér trú um það, þá vanti mig ekki föt. t.d. er ég búin að kaupa mér 20 herðartré eftir ða ég flutti heim en ég hafði verið sátt og sæl með mín 5 síðustu 2 ár.
fór á töðugjöld síðustu helgi eins og þið sem lásuð hér fyrir neðan kannski vissu.
skemmti mér afar vel með stórfamílíunni og gaman að hitta alla svona aftur.
var frekar léleg í djamminu á föstudaginn og fór bara og keypti mér bók á bensínstöðinni og kúrði upp í rúmi í fellihýsinu og leið mjög vel!
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)