mánudagur, 28. ágúst 2006

þetta er orðið ansi lélegt

er ég orðin að helgarbloggara??

svo virðist sem að ég sé orðin duglegri að blogga á jeppabloggsíðunni
það er samt bara núna...
...skulum við vona

nú er bara 1 dagur í að ég mæti minn fyrsta dag í háskólann.. svoldill spenningur er sestur í magann eins og fyrsta daginn í grunnskóla og fyrsta daginn í menntó :) aldrei kal maður læra af reynslunni eða hvað? Þetta á sjálfsagt eftir að verða ógeðslega erfitt og maður þarf að finna mikið úthald og þolinmæði til þetta að lifa þetta af held ég.
Ég ætti þó að hafa lært EITTHVAÐ af því á mínum 14 árum af skólagöngu... vá hvað þetta er orðinn langur tómi, og ef allt gengur upp á ég eftir 6 ár í viðbót. hvernig ætli það verði að fara á vinnumarkaðunn eftir 20 ára skólagöngu? það er ekkert skrítið að fleiri og fleiri eilífðarstúdentar séu meðal okkar :) það skelir mig að einhverntíman verð ég eins og mamma ogpabbi, cinna alla vikuna, auka vinna um helgar og svo stutt sumarfrí inná milli?... en að þessu stefnir maður alla ævi... jú
maður verður að fá peninga til þess að lifa. þetta er nú meiri hringavitleysan

er semsagt í vík núna í dekri, kom á laugardaginn eftir skrautlegt afmæli hjá ingibjörgu og endaði í subbulegu fylleríi!! já, það má sko orða það þannig.. fór á kafið ásamt þessum helstu bæjarfyllibyttum, reyndar byrjaði ég hjá Granna og Fríðu þar sem siggi gýmir hafði eldað lambalæri, þar var hellt í mann tópasi og bjór, á meðan drukku aðrir irish coffee og spreyttu sig í pílukasti, ég fann þar líka færeyska-íslenska orðabók sem ég skemmti mér lengi vel yfir. t.d. er "hundasjúkur" að vera þunnur! hehe. Eftir kaffihúsið benti barstarfsmaðurinn mér á að taka með mér 2 tveggja lítra flöskur af gosi og fara með þær í næsta hús við ( hann býr nebbla hliðina á kaffinu) þegar allir voru mættir þangað sem vissu af partýinu (fyrir utan sigga gými... hmmmm... grrruuuuuuunsamleeeegt)var skellt eitt stk af smirnoff á borðið og tappinn látinn hverfa með þeim orðum að hún yrði þá kláruð!
því hélt drykkjan áfram þar til að hún varbúin og þegar það tókst var komið með tópas sem fór sömu leið!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig