laugardagur, 11. mars 2006

Nú...

er komið að því..
Ferðasagan skal rituð.

Ekki er þetta stórmerkileg ferðasaga þar sem ég fór ekkert, ég fékk nebbla fjölskylduna mína í heimsókn frá 1. til 6. mars og ég ákvað að ferðast aðeins með henni um svæðið.

Eftir mörg símtöl frá mömmu minni í móðursýkisköstum og ferðastressi tókst þeim einhvernveginn (tel það vera vegna hæfileikum feðgana í að haldast pollrólegir í allskonar veðrum)
já þá allavegana...
tókst þeim að lenda kl 8 á Heathrow.
ég var mætt á Puntbílnum alveg á hárréttum tíma og þurfti ekki að leggja bílnum eða neitt.. þau rétt stukku bara inn..
bróðir minn sat náfölur alla leið heim enda hafði hann ekkert stýri til þess að halda sér í þarna vinstra megin í bílnum. Annað var að segja um mömmu, hún STEIN þagði alla leið og lýsir það kannski aðeins ástandinu hjá henni... slæmt ... af stressi yfir aksturslagi dótturinnar ? veit ekki.. það næst ekki upp úr henni. hún reyndar nefndi það aðeins seinna að ég væri hálf klikkaður ökumaður!

við fórum öll bara tiltölulega snemma að sofa á miðvikudaginn, pabbi var svo spenntur í flugvélinni ( hefur ekki sett nein met í að fara í flugvél of oft) að hann var stökkvandi á milli sæta, hægri og vinstri eins og lítill forvitinn krakki til að sjá út um gluggana BÁÐUM megin á vélinni!
Mamma var komin með spennufall og Þráinn... jah, ég held ða hann hafi FÆÐST þreyttur!

Herbergisskipanir voru þannig að mamma og pabbi fengu Hótelgestaherbergið og Þráinn varð að sætta sig við gólfið inni hjá mér.
smá fyrirkvíðanlegt því að ég man að það gekk EKKI svo vel síðast þegar við vorum látin sofa í sama svefnherbergi í gamla daga þegar hans herbergi var svefnherbergi og mitt herbergi var dótaherbergi.
það var bara að biða og sjá, sjá hvort að við hefðum kannski eitthvað þroskast.

Á fimmtudeginum þurfti ég ekki ða fara með krakkana í skólann, en þurfti að vakna snemma hvort sem er þar sem ég var að þrífa heima hjá Victoriu næstu götu frá 9 til 11. Eftir ofurhraða í þrifum dreif ég mig heim og fór út að labba með fjölskylduna, nei... ég meina út að labba með fjölsylduNNI og út að labba MEÐ hundINN... já eða það.
Mollý var alveg eins óþæg og ég hef á ævi minni séð hana og sýndi allar sínu verstu hliðar!

Eftir labbið fór ég með þau á rúntinn í kringum svæðið og svo skruppum við smá til Kingston og setti þráinn þar met í að kaupa föt. nú á hann helmingi fleiri föt en hann átti!, við hin vorum ansi slök en eins og lögin segja þegar mar fer til kingston þá urðum við ða fara á Krispy Kream og kaupa 12 hringi eða svo.
ekki tókst okkur að klára nema helminginn enda hálf södd ennþá eftir ítalskan hádegismat svo að við geymdum bara hinn helminginn til betri tíma...

ég þurfti heldur ekki að sækja krakkana í skólann og vorum við því ekkert að flýta okkur.
heima um kvöldið bakaði ég svo alvöru Rögnupizzu!:D nammi nammi namm

á föstudeginum tókst mér ekki að fara með fjölskylduna út að labba aftur, og þurfti líka að fara með krakkana í skólann.
Seinna um daginn fórum við til Hampton Court sem er titlaður sem "the greatest palace in Britain" semsagt, alveg óógeeeðslega stór kastali. ég get bara ekki líst því.
Þarna bjó 300 manns bara til þess að sjá um kastalann en sjálfur var hann byggður um 1500 og eitthvað.
kóngafólk BJÓ þarna eila aldrei en kom bara og gisti viku og viku.
Þessi kastali er líka þekktur fyrir vonda lykt en þarna voru klósett ut um allt :p
var því næstum ólíft þarna á sumrin.

Þarna fékk maður að væflast um svefnherbergið konunga og drottningar og skoða stærsta eldhús sem varðveist hefur frá þessum tíma.
já ogþað er ekkert smáááá stórt.
og flott skipulagt
eitt herbergi fyrir kökur, eitt fyrir fuglaslátrun og aðgerð, eitt fyrir fisk o.s.frv

garðurinn er efni í langt blogg en hann var svo flottur að ég ætla að fara þangað aftur alveg pottþétt þegar blómin verða komin, já og hann er stóóór!!!! hann er svo stór að víkin gæti rúmast 10 sinnum fyrir í honum!!


fórum svo heim eftir langt labb og ééég geeet svooo svarið þaaaað... að það er erfiðara að passa upp á þessa foreldra en krakkana.... þau kvörtuðu og kvörtuðu, mér er kaaaalt, æj eigum við að fara, ég er búin að skoða þetta, eruði ekki að verða búin? þetta hljómar ekki eins og foreldrar manns right? :)
anyway...

fórum svo út að borða á austurlenskan stað um kvöldið...
höfum oft pantað mat þaðan hérna heima... en ég var fyrir svo miklum vonbrigðum með matinn að hálfa væri nóg. Brunabragð, bragðleysi, fitubragð og jú neim it.
þeim fannst hann bara fínn samt og það er kannski fyrir bestu...
reyndum svo að fara á 2 bari en þar var allt STAPPAÐ to say the least og ég nennti ekki að vera að troðast þar, fórum því bara heim og drukkum þar eitthvað af þessu víni sem bróðir minn hafði verið að hamstra í Tesco.
Hann nebbla hélt að ÞAR SEM að vínið væri svona ódýrt, þá réttlætti það að drekka miklu meira af því, og helst ALLT :)

Laugardagurinn var ekki til þess að sofa út heldur var ræs ansi snemma og skutlað sér til London í túristaferð.
Pabbi hafði aldrei farið í lest áður og sat eins og spenntur krakki hálfa leið glápandi út um rúðurnar á meðan mamma og þráinn þóttust vera veraldarvanari eftir kórferðina til Danmerkur þarna um árið og þóttust vera cool.
Samt tókst mömmu að finna steinsofandi REF í kantinum í sólbaði sem var ekkert að kippa sér upp við lestir að mannaferðir.
skil ekki af hverju þeir hafa bannað veiðar á þeim, þeir eru komnir inn í alla bæi.

Í london byrjuðum við á að fara í Madame Tussau safnið sem (þó að það hafi tekið 1 klst að standa í röð) var ógisslega cool og vel allra þessa punda virði.. Reyndar fór draugaherbergið hálf illa með mig enda réðust á mig 2 draugar og önduðu ógeðslegum hljóðum upp í eyrað á mér þangað til að ég var króuð úti í horni... Alveg fríkaði út. SHIT hvað ég var hrædd!
alveg distörbandi hljóð... argh... ég endaði á að garga á pabba gamla á hjálp!
þau hin sluppu alveg við áreiti drauga...

Eftir smá snarl á stað þar sem að afgreiðslumanninum fannst merkilegt að ég gæti talaði Ensku OG SPÆNSKU reiprennandi (og ég hreitti í hann að ég væri íslensk!) fórum við niðrá oxford að sýna bróðir mínum alvöru stórborgarmenningu... mamma og pabbi höfðu verið þarna áður.

töltum svo niðrí covent garden og mamma keypti sér rosa flott skart sem ég prúttaði snilldar vel niður ;) og þráinn bílaglös... need to ask??
á leiðinni heim fengum við svo okkur að borða á Angus SteakHouse og maturinn þar var rosalega góður,, namm!
ég var svo að passa um kvöldið og þau fóru að drekka einu sinni enn :p
muna já, klára ALLT vínið!:)

ég ætla ekki að fara út í það neitt nánar hér... en þau gömlu stóðu sig betur í að vaka en við unglingarnir... hhmmm

á sunnudeginum "sváfum við út"
fórum á Brooklands Museum sem er hér rétt hjá og hefur að geyma merkilega sögu bíla og flugvéla í Englandi frá þeim tíma sem þetta var að koma.
Búið að gera upp heilan helling af bílum og flugvélum og vildi ég ekki sitja í sumum þessum tannstönglavélum sem mar sá þarna...
bílarnir virtust vera ansi traustir, og voru þeir fyrstu nú ekki nema um 4 hestöfl... :) og já! ekki svífandi í lausu lofti!

fékk að setjast í alvöru orrustuþotu og fékk leiðbeiningar um margt inni í henni... svoldið cool sko :p
svo eru þarna stærðarinnar vindgöng fyrir flugvélar og alvöru formúlubílar.
já ALLT sem ykkur kann að detta í hug sem viðkemur mótorsporti eða flugdóti..

Okkur leist ekkert á matseðilinn á safninu sem innihélt litlausan og illa lyktandi enskan mat og fórum því og fengum okkur Börger á Dexters hérna í Weybridge.
Komum aðeins við í Tesco áður, já að kaupa meira vín!
um kvöldið fórum við að lokum á Pizza express og þaaaðan á Lavish kokteilbar þar við hliðina og fylltum okkur á kokkteilum, héldum svo heim að lúlla eftir smá meira vín minnir mig.

á mánudaginn fór ég með krakkana í skólann, út að labba með fjölskylduna.. NEI, hundinn ( og fjölskylduna :) ) og skutlaði þeim út á völl aftur

Frábært að fá þau og gerðum mikið á þessum stutta tíma!

Takk fyrir mig :*
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig