á dönsku : hovedpine
á ensku : headache
á íslensku : höfuðverkur
Er með höfuðverk...
já nú myndi einn sem ég þekki segja "CRY ME A RIVER!"
fékk hann í gær þegar ég var í Tube-inu á leiðinni heim, og ákvað að ég væri orðin þunn eftir bjórinn sem ég drakk á barnum. :D
fór að sofa með enn verri höfuðverk og viti menn... ég vaknaði með höfuðverk sem ekkert hafði batnað um nóttina.
eftir 3 sterkar ibufen og eina töflu af einhverju enskri töflu í dag, þá finn ég ennþá fyrir þynnkuhöfuðverknum.
og um leið og verkjatöflurnar hætta að virka, þá finn ég höfuðverkinn aftur í sama styrk.
bað virkaði ekki heldur..
nú finn ég bara enn meira til með henni Árúnu sem hefur legið inni á sjúkrahúsi... búin að deyja úr höfuðverk en er veik af "veiki" sem ekki er nein OFUR lækning á...
hún er nebbla ófrísk! :)
hún fær reyndar að fara heim í dag og vera alveg fram á föstudag! :D
ég spái því þá að hún fari aftur inn á morgun, en þá bara til að eiga ! :)
fingers crossed! :)
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)