miðvikudagur, 1. mars 2006

átti að drepa Rory...

Það var nú bara hún Mary Ellen sem ætlaði að gera það sko...
engir hryðjuverkamenn í London semsagt...
Hann sem var búinn að segjast vera heima allan daginn í gær, ákvað að fara til London seinni partinn á fund. án þess að láta kóng né prest vita...
svona flesta daga væri það allt í lagi, en í gær átti ég að fara á fyrstu kóræfinguna í íslendingakórnum í London...
þurfti ða taka lest héðan kl 6.06 pm en þegar kl var orðin alveg 10 min yfir og ég ekki einu sinni komin upp á lestarstöð (svona þar sem að ég var ein heima og krakkarnir líka) ákvað ða ég að hringja í Mary Ellen því að ég bara ákvað það að þau hefðu talað saman um þetta og hún kæmi þá fyrr heim eins og fyrsta planið hafði verið.
Ég spurði hana því voða varlega hvort að það væri langt í hana og þá heyrðist á hinni línunni "Is Rory not at home?" og ég svaraði... "uuuuh... ehhh... no, I think he went to London, at least the scooter is gone" þá heyrðist á hinni línunni "I will kill him! don't worry, my mom will come instead"
Þannig fór það... og ég komst á kóræfinguna í íslenska sendiráðinu tæpri klst of sein.
en hafðist þó!
Svo var farið á bar hinum megin við götuna og skellt í sig öllara og kjaftað. Það er víst fastur liður í dagskránni að gera það!
næs!
Ég mæti pottþétt í næstu viku! :)

annars er lítið að frétta...
Arthur (já heitir víst ekki Andrew.... var nú líka farin að spá í af hverju krakkinn sýndi engin viðbrögð þegar ég veifaði bangsa eins og jólasveinka og kallaði ANDREW!)
allavegana... Arthur kom í dag og gaf mér stóran óvæntan illa-lyktandi pakka sem náði upp á bak.
Hvernig fara krakkar eila að þessu???
þeir eru bara ekki nógu stórir til að geyma þetta allt!!!
Molly er hræðileg... deyr sjálfsagt einhvern miðvikudaginn úr afbrýðissemi út í þennan krakka...

já svo er my Royal Family akkúrat núna í fluvvvvvél á leiðinni til Englands þar sem þau verða í góðu yfirlæti (já mínu) alveg fram á mánudag
ætla að bralla eitthvað með þeim og ég og brósi verðum saman í herbergi! (sjáum hvernig það gengur... síðast þegar við vorum saman í herbergi kostaði það marbletti og klór!)

allavegana...
ætla að skutla krökkunum í bað og lesa svo fyrir þau íslenska vögguvísu!
amman kemur svo (aftur) og leysir mig af svo ég geti farið á punt bílnum út á Heathrow (já var ég buin að segja ykkur að það er bylur í englandi! for real!) og sótt þau...


that's all folks
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig