mánudagur, 27. mars 2006

Írlandsför Rögnu 24.-26. mars 2006 - Fullkláruð útgáfa

jæja...
það er alltaf jafn erfitt að byrja á bloggi sem maður veit að verður skelfilega langt...
nú er semsagt tíminn fyrir tkkur að fara á klósettið að pissa og poppa poppið! (já katrín ekki klikka á poppinu)

þið sem eruð ekki með alveg á hreinu hvað ég er að tala um þá var farin kórferð hjá íslenska kórnum í london og förinni var heitið til Dublin og syngja á einum tónleikum...

Erna og Erla Þóra ætluðu að slást með mér í för á puntbílnum mínum litla og keyra á Stansted.

föstudagurinn 24. mars
Erla hringdi og sagði að þær hefðu rétt misst af lestinni frá Surbiton til Weybridge og kæmu aðeins seinna en þær héldu... ég ákvað því þá ða ég hefði smáá tíma til að fara út með hundinn í göngutúr en svo hringdu þær aftur og voru á leiðinni í aðra lest svo að það stuttur göngutúr sem mollý greyið fór í þennan föstudaginn...
ekkert stress samt því að ég var búin að pakka öllu niður um morguninn sem þurfti yfir helgina( alltaf er maður samt viss um að maður gleymdi einhverju alveg lífsnauðsynlegu!!!)
Stelpurnar voru svona líka andskoti hressar og til í allt!!! :) itripinu var komið af stað og við lögðum af stað til stansted, reyndar ekki fyrr en ég var búin að taka bensín á tesco, auk þess sem að kaupa smá snarl og krispy kream, líka í tesco... já!! og ekki má gleyma miklum birgðum af nammi fyrir flugið.
skemmtum okkur vel á leiðinni og DJ Erla í aftursætinu sá um tónlistina mest alla leiðina, þó svo að það hafi verið ansi fá lög sem fengu að klárast áður en annað var tekið við :)
vorum komnar aðeins á undan áætlun svo að við tékkuðum okkur inn sem 12.-14. manneskja og því í priority í sætavali. Hjá Ryan Air geta þeir sem tékka sig snemma inn fengið að velja sæti á undan hinum, mannir er ekki skipað í sæti.
þegar inn á flugvöllinn var komið fórum við í smá labb um hann, stelpurnar keyptu nokkrar nauðsynjar í Boots og svo fórum við og skiptum pundum í evrur. Ég og Erna vorum svooo sparsamar að við skiptum bara 100 pundum en Erla aðeins meira.. Ég og erna vorum því bara með 137 evrur fyrir helgina og vonandi þyrftum við ekki að skipta fleiri pundum þegar við myndum missa okkur í Dublin.
ekki gátum við farið frá Englandi al-edrú og fengum okkur róandi á barnum.
Flugið "út" tók barra 45 mínútur og við rétt gátum rennt yfir slúðurblöðin okkar, étið nammi og hlustað smá á ipodana okkar... við vorum svoooo töff... alveg eins og klipptar sjálfar út úr slúðurblaði!! :) Fluginu hafði samt verið seinkað aðeins okkur til smá pirrings en sá pirringur hvarf nú að lokum
við lentum svo í Dublin í myrkri um 7 og tókum air-coach inn til Dublin, því að flugvöllurinn er aðeins fyrir utan. svona mikið var okkur í mun að spara!!:) svo ætluðum við að labba frá Jury's Hotel, mín nebbla búin að vera svo plönuð að prenta út leiðbeiningar hvernig ætti að komast þaðan, það sem vantaði kannski á leiðbeiningarnar var kannski að vita hve langan tíma að tæki að labba þetta! Við héldum alla leiðina að við værum villtar, samt spurðum við 2 sinnum til vegar... Við löbbuðum yfir lestarteina, þar sem lestin fór UNDIR HEILA STÚKU!... bara undir sætin takk fyrir... Þessi rugbyvöllur var svo ógeðslega krípí ða við vorum pottþéttar á því að við værum komnar í einhverja hryllingsmynd... utan á einni stúkunni vex svona vafningsviður, og þar sem að hann var ennþá í vetrarfjöri var eins og að þetta væri þang sem héngi utan á stúkunni... fyrir mikla lukku fundum við svo hótelið, Mount Herbert sem við tékkuðum okkur inn á og fengum okkur svo að borða...
Maturinn var svona lllaaallaaa og þjónustan 7 fallt verri!! vorum ansi pirraðar..
eini plúsinn var það að þegar ég var að hella síðustu lögginni af hvítvíninu í glasið mitt fylgdi með eitthvað algert ógeð... eins og kökumylsna eða eitthvað, en var samt ekki kökumylsna því að þetta leystist upp þegar þú potaðir í þetta... eg fór ansi grimm upp að bar, gerði alla svaka hissa því að enginn hafði séð neitt svona áður og ég labbaði til baka með aðra skaðabótahvítvínsflösku! vúhú...
á meðan við vorum þarna týndust alltaf fleiri og fleiri inn úr kórnum og það var ansi mikið stuð á okkur. Þá sérstaklega á Haffa og Þóru sem voru í því að spila á flöskur og mikið var helt í flöskur og drukkið til að ná réttum tónum!:D
við gerðum ekkert rosa mikið þetta kvöld enda aðal dagurinn daginn eftir og fórum því bara saklausar að sofa :D
og auðvitað prinsessan hún Erna í tvíbreiða rúminu :D
reyndar var díllinn sá að sú sem kæmi heim með gaur um helgina fengi rúmið... ætli Erna komist ekki næst því.. þar sem hún er á föstu en ég og Erla alveg á laflausu!!

Laugardagurinn 25. mars

Auðvitað tókst okkur EKKI að vakna í morgunmatinn, við nú samt vöknuðum allar kl 9... við að það var verið að ryksuga fyrir utan dyrnar okkar með tilheyrandi "klessa á herbergishurð með ryksuguhausum hávaða"... skelfilega vorum við eitthvað þreyttar þegar við loksins vöknuðum um 10 og vil ég kenna tímamismuninum um (og ryksuguhausaklessunumáherbergisdyrnar...) virkar það ekki alltaf að segja það þegar maður fer til útlanda??? haaa? :D ( þið hin sem eruð svaka rosa klár fatta það að írland og england eru á sama tíma)
Eftir að hafa skellt okkur í föt og reddað lúkkinu svona aðeins var för okkar heitið í gegnum gangaósköpin á þessu hóteli og endað í herbergi 215 þar sem við vöktum restina af gestunum með háværum söng! Þegar við vorum orðin vel út æfð og allir gestir sem ennþá voru sofandi alveg bókað mál vel út ærðir!! :D
Eftir raddaupphitun skokkuðum við upp á herbergið okkar í gegnum gangavölundarhúsið og gerðum okkur ennþá betur sætar en okkur hafði tekist ífyrstu tilraun alveg nývaknaðar, fórum líka í fötin sem við ætluðum að vera í á tónleikunum, kipptum með okkur kórmöppunum og hittum restina af kórnum niðrí lobbíi, þau voru svei mér þá bara öll alveg jafn sæt og við þrjár.
tókum svo taxann að kirkjunni... í írlandi eru taxadriverar ROSALEGA strangir á að allir verði að fara í belti og leggja ekki af stað fyrr! svo má mar heldur ekki troða... :D við ætluðum aaaðeins ða troða okkur 4 í aftursætið á stórataxanum en neibb.. það máttum við víst ekki :/
Þegar að kirkjunni var komið var hún harðlæst, enda átti ekkert að opna hana strax.. við urðum samt að fá okkur eitthvað að borða!!! ekki bara ég, heldur lika Erla á við það vandamál að stríða að verða alveg gríðarlega skapill þegar hún verður svöng... og þegar við 2 vorum orðnar svangar þá... hólímólí... u better find a place where we can eat, FAST!
fundum lítið kósí kaffihús með rosalega góðum mat verð ég að segja... kannski vorum við öll bara orðin svona svöng.. veit ekki alveg.
við komumst á endanum inn í kirkjuna sem virtist nú eila vera að hruni komin enda byggð á 12. öld... á 12. öld!! pæliði í því... eins og Haffi sagði, "íslendingar bjuggu barasta í holum á 12. öld!!" kirkjan er ansi illa farin og öll úr steini..., hljómburðurinn var því alveg rosalega flottur en aftur á móti var nokkrum gráðum kaldara þarna inni en úti!!! já alveg skítakuldi... kannski er heilagur andi svona kaldur bara? hmmm
tónleikarnir tókust alveg roooosalega vel... Margrét hafði góða stjórn á kórnum og við hlýddum henni í einu og öllu... neeeema kannski þegar við vorum að flýta okkur eitthvað, þá fengum við líka svip frá henni sem lét okkur hægja ansi hratt á okkur og þorðum ekki að verða erfið í bráð :)
einsöngvararnir voru líka flottir og ég fékk gæsahúð, ofan á þá sem ég var komin með af kulda.
tærnar mínar og á fleirum voru líka að kveðja þennan heim eftir að hafa staðið á köldum og hörðum steininum alla tónleikana en það komst fljótt hiti í þær því að eftir tónleikana gátum við nú ekki beðið boðana lengur og hlupun nánast á næsta pöbb!! :D ég fékk reyndar æðislegar fréttir þegar ég hringdi í árúnu strax eftir tónleika og Palli svaraði... alveg nýbakaður pabbi að lítilli prinsessu.
á pöbbnum fengu flestir sér svartan drykk, hvort sem að það var Guinness (alvöru írskur mmmmmm) eða irish coffee..
Á barnum tókum við svo "ó flaskan mín fríða" en það athæfi getiði séð "hér"
giskiði hvað við gerðum svooo?
við redduðum taxa heim og gerðum okkur sætar enn einu sinni (já, lengi getur maður á sig blómum bætt skal ég segja ykkur) og erla og Erna skiptu um föt. ég á annað borð breytti öllum plönum og ákvað að vera bara í pilsinu sem ég var í á tónleikunum.
Stelpurnar í herbergi 215 höfðu pantað taxa sem átti að flytja okkur öll heim til foreldra Dominics sem buðu okkur í snarl og vín/bjór kl 6. Eitthvað kom sá taxi ekki og enduðum við á að stela einhverjum öðrum... :)
Eftir að hafa snædd og drukkið alla þessa gestrisni sem foreldrar dominics buðu upp á. klifruðum við upp á aðra hæð í húsinu og þar sýndi Margrét kórstjóri snillld sín að spila eftir eyranu á píanó undir fyllerísröflssöng sem var ekki jafn fagur eftir nokkra bjóra og hann var fyrr um daginn :)
eftir að hafa sungið og sungið og sungið og drukkið, já ekki má gleyma ða við drukkum alveg slatta flest öll.. þá löbbuðum við niðrí bæ...
á leiðinni niðrí bæ hittum við harmonikkuleikara sem söng alveg rooosalega vel... eitthvað hef ég verið ooof sæt því að hann gersamlega ætlaði að gleypa mig og vildi eiga mig í þokkabót, alveg sluppu hinar stelpurnar og engin hjálp var í strákunum að bjarga mér því að allir lágu í krampa yfir þessu... hvað ætli hann hafi kysst mig oft á kinnina maðurinn..?? díses.. ég var alveg eins og kjáni.. söng þessa líka miklu ástarsöngva til mín.
Nenni ekki að telja upp alveg hvað við gerðum þaaar þar sem margt af því er ekki birtingarvænt..
tók nokkuð langan tima ða finna pöbb. og loksins fundum við einn sem var ekki STAPPAÐ inn á... sá pöbb var ekkert voða fagur og ansi sjabbí ef svo má að orði komast...
hey. vitiði hvaa
snilldin eiiiiin....
það er búið að banna reykingar inná börum í írlandi og þvílíkur munur... þið getið bara ekki ímyndað ykkur það. ææææði.
ég vil svona heima og hér í englandi!!!
hópurinn splittaðist svo upp og við "unglingarnir" löbbuðum og löbbuðum þangað til við fundum klúbb sem hét d-two og var bara ansi svona helvíti hress og mikið af sætum strákum sem að sumir vildu koma heim með fólki og kanna aðeins þessar íslensku stelpur betur :D
við vorum líka öll rænd.... :/ ekki gaman það :(
við erum nebbla komin á sumartíma og því varð klukkan nebbla 23... 00... og svo allt í einu 02!!! hvað var málið með það??
mun styttra djamm fyrir vikið... en við vorum inná þessum klúbb þangað til að okkur var svotil hent út en það var um 4.
þá týndum við 2 meðlimum hópsins en þær voru orðnar stórar stelpur og og gátu nú reddað sér heim töldum við... 2 voru nú þegar farnar meira að segja.
við löbbuðum svo aaalveg til baka aftur og fórum á Burger King í sveittan hammara og það er náttla of gott svona eftir fyllerí.
eftir burger king urðum við að finna taxa, og hann fundum eftir LAAANGA taxaröð hjá trinity college. já við erum alveg að tala um hálftíma eða svo..
írar verða að fá sér vini til að fara heim með, eða verða duglegri að hösla, það var svoldið pirrandi að sjá einn og einn vera að týnast upp í stóru taxana! urgh.

Sunnudagurinn 26. mars
komumst heim.. já en fengum ekki að sofna fyrr en um 7 og vöknuðum korter í 12...
og við sem áttum að tjékka okkur út eftir korter... ó boj..
en sem betur fer erum við skipulagðar og ekki með mikinn farangur og þetta tókst okkur alveg. ég náði svo að komast smá á netið og skoða mynd af ungfrú pálsdóttur og voðalega var hún sææææt... get ekki beðið eftir að koma til íslands og heilsa upp á hina nýtilkomnu fjölskyldu!! :)
lest tókum við niðrí bæ.. fengum okkur makka í morgun og hádegismat... svo haagen Dasz í eftirrétt... tokum rútu á flugvöllinn, fengum okkur smá snarl og flugum heim til Englands...
flugið var fínt og stutt.. en annað má segja um bílferðina heim sem tók 3 fallt lengri tíma en það tók upprunanlega að komast á Stansted...
skutlaði svo stelpunum til Kingston og var komin heim sjálf um hálf 10.

jæja...

Myndir eru svo auðvitað komnar inn HÉR
Þær eru ekkert smá skemmtilegar :)

óver end át!!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig