þriðjudagur, 30. desember 2003

hehe. ÉG er búin að gera ansi margt af mér núna.... Fór austur til ömmu og afa á föstudaginn eftir kvöldmat og sleppti þar af leiðandi því að fara á ballið á halldórskaffi... Ég, jón, Sonja, Gulli, Svenni og Hildur E. Enduðum svo heima hjá Gulla og Sonju í Mr. and Mrs. fram á nótt... :) Á laugardeginum kíkti ég svo aðeins út í Hraun á jeppakallana Svenna, Tobba og Jón þar sem þeir voru að fara að betrumbæta nýja bílinn í flotanum (Cherokee-inn hans Fjallasvenna), þegar ég svo sá fram á það að ég yrði bara fyrir og myndi drukkna í jeppapælingum flúði ég til Sonju þar sem ég horfði á Old School með henni. Ekkert smá fyndin mynd!!! hehe...
Í kvöldmatnum dekraði ég aðeins við ömmu og afa, ég bakaði handa þeim pizzu (eða migu eins og afi kallar hana alltaf) Þau verða alltaf jafn glöð. Enda er ég búin að ala þau þannig upp að nú borða þau enga pizzu nema pizzurnar mínar. Þegar líða tók að miðnótt fór ég svo upp að ásum en gerði nú voða lítið þar og dreif mig svo heim að lúlla.
Sunnudagurinn var slökun ævinnar... Lá bara og gerði ekki neitt. Ákvað það svo að drífa mig heim á leið enda átti ég að vinna á mánudeginum í bænum og í flugeldasölunni hjá Víkverja á sunnudagskvöldinu. Svo er það alltaf eins og .það er... Maður kíkti við hjá Arnari Páli upp á ásum en allir hinir voru á fjöllum og við fórum smá rúnt á sleða... bjargaði eiginlega þessum þunglynda degi. Þegar ég var búin að standa og klóra í hausinn á mér í fjósinu og Dóri búinn að segja mér að fara með tuskufötuna og þríf'ann á nautunum ( :) ) komu fjallafararnir kaldir og þreyttir og misgóðir til heilsunnar. Endaði svo þannig að ég fékk einhvern til ð vinna fyrir mig á flugeldasölunni og var hjá þeim´í jólaboði þar sem Ásta galdraði fram heilu trogin af mat og meiri mat. og svo þegar allur matur var ekki nærri búinn en allir saddir kom ís... :) Dóri gerði svo mjög heiðarlega tilraun til að kenna henni Rögnu (tregu) Vist sem er svo eftir allt ekkert voða lík félagsvist eins og ég hef vanist.... Það var nú ekki að ganga neitt voða vel. En eitt skal ég þó segja ykkur. Tungumenn eru mestu spilasvindlarar sem fyrir finnast norðan alpafjalla :) Endaði þó að ég og Dóri unnum Arnar Pál og Jón Atla. hehe... We are the champions. Heyrðið... getið svo hvað ragna nennti ekki að gera.... já, þið hafið kannski giskað á það. hún nennti engan veginn að keyra heim til víkur eftir allt átið. Því að eftir Vistina (voru 3 borð í gangi þegar mest var) dró Ásta fram Fullt af kökum og kræsingum... úff. ég pant svona búr/Eldhússkápa næst í jólagjöf. !
Hefði nú betur átt að fara heim þegar ég gat en þegar ég vaknaði á mánudaginn var það alveg crystal clear að ég var veðurteppt.is!!!! komst ekki lönd né strönd. :) En það var nú voða þægilegt þar sem að við héngum bara og slöppuðum af og höfðum það kósý þar sem að það svosem ekkert hægt að gera neitt voða margt í þessu veðri. um hálf 7 ákváðum við svo að reyna hve gáfuð/heimsk við værum og fórum í Trivial Pursuit. Það hefðum við nú varla átt að gera þó að það hafi verið mjög góð hugmynd því að eftir 4 tíma komst ég að því að ég var orðin heilaskemmd og heiladauð í kjölfarið og hafði aldrei átt séns í að vinna miðað við frammistöðu mína :) é el gleinilea ettert gáuð.... :/
í dag komst ég svo heim á kagganum (sem var reyndar ekki Trausti í þetta sinn) og Eldaði fyrir fjölskylduna....
en vitiði hvað?!!!
á morgun eru áramótin!!!!! Libby's!!!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig