miðvikudagur, 24. desember 2003

Vaknaði snemma til að leggja af stað austur til að drífa sig á fjöll... Var mætt upp að Ásum eitthvað um 11 leytið búin að hefla sandinn og leiðina frá þjóðveginum upp að Ásum. :) Dihatsu er sko alveg eins góður og hver annar vörubíll. Það kom svo í ljós að Arnar Páll var ekki búinn að setja bensíntankinn undir (þennan nr 2 svo að hann geti eytt meira bensíni á fjöllum á þessum 8 cyletra )eða HVERNIG SEM Á AÐ SKRIFA ÞETTA ORÐ) ofurbílum sínum ) og hann var ekki heldur búinn að setja sætin afturí. En það átti nú ekki að taka neinn voða voða tíma. En Stefnir var heldur ekki kominn, hann hafði eytt nóttinni í að setja kastaragrind á krúserinn og hanna eitthvað svaka rafkerfi í kringum það með Brodda og var því ekkert búinn að sofa en var nú samt á leiðinni austur. Svo hófst bullið.... :) Þurfti að skutla hjólinu hans Jóns heim til hans og líka bílnum hans svo að ég og Elva skutluðumst á bílnum hans Jóns og Elva keyrði. Allt í einu var hann ekki í neinum gír. Jah eða hann var samt í gír. Sem þýddi að hann var bilaður!!!! bíllinn sko. blikkuðum því strákana á undan og þeir snéru við og sáu okkur þarna klóra okkur í hausnum með svakalegan englasvip. Við svosem gerðum ekkert af okkur og vorum ekki hraðar en 50...... Eitthvað var bilað en hann virkaði ef við settum hann bara í 4WD. Svo eftir mikið pauf og ves drifum ég, Arnar Páll, Elva Dögg, Svava og Jón Hilmar upp í Hólaskjól. (Og þetta var ekki fyrr en um 8-9 leytið. Komin smááá á eftir minni áætlun) Ég hafði samt aldrei áætlað að gista svo að ég var ekki einu sinni með svefnpoka og það var -10°. Arnar Páll var nú samt bara ligeglad og týndi saman einhverja poka og teppi sem við áttum að sofa með. Ég sendi samt neyðarkall til Gulla um að týna alla poka sem hann fyndi heima hjá sér og koma með þá þar sem að hann ætlaði að koma aðeins seinna með Stefni. Það var voða voða voða skrítið að keyra inn í hóla. Á veginum eiginlega alla leið kant í kant var ís! og enginn smá, var svo fáránlega þykkur að það stóðu ekki einu sinni steinar upp úr. Þetta var semsagt eins og að keyra á frosinni á með tilheyrandi hálku og slædi hér og þar :) Þegar við lögðum bílnum svo upp á einhverjum grasbala upp í Hólum þegar við vorum búin að slæda, renna, stand'ann, burra, puðra, garga, skríkja, hlæja og syngja alla leiðina. Á hlaðinu að Hólum var hálfgert stöðuvatn af svelli. Tókum okkur því rokna tillhlaup og renndum okkur þarna í slatta tíma á rassinum eða standandi eðahvernig sem var aftur og aftur. Skriðum svo inn í litla herbergi og kynntum það vel og átum hálffrosnar Mandarínur og sögðum kjaftasögur. Alveg sama hvort sem þær voru sannar eða lognar frá A-Ö :) Jón svefngengill sofnaði samt eitthvað rosalega snemma þar sem hann var eitthvað þreyttur því að hann hafði verið með Brodda og Stefni að gera við nóttina þar áður en svo fréttum við seinna og sáum á "teypi" að hann hafði svo hrotið mest allan tímann þar líka :) Stefnir og Sonja komu samt einhverntíman þarna í millitíðinni þó guð viti nú hvenær og Ætluðu Gulli og Tobbi að koma þeysandi á Willisnum fræga seinna um nóttina. Þurfti að setja einhverja gorma undir. Við fórum svo balasta að sofa. Urðum ekkert vör við Tobba og Gulla fyrr en um morguninn þegar þeir töltu inn í herbergið krumpaðir og þreyttir og höfðu sofið í stóra herberginu í 10° frosti. Þetta eru sko sannir Víkingar. Við höfðum þó gasofn :) Þakka Arnari Páli fyrir þessa fremur óskemmtilegu vakningu þarna um morguninn. Hann var örugglega hundur í fyrra lífi!!!! :)))))
Þá er komið að ferðasögu sunnudagsins!!!!

Bílar:
Trúðurinn- Driver Arnar Páll og co-drivers Elva Dögg, Ragna Björg og Sonja Kristín
Rauða hættan- Driver Stefnir og co-drivers Gulli gull og Svava Bretta-racer
Ofur-Willis- Driver- Tobbi og co-driver Jón Hilmar syfjaði

EFtir frosinn morgunmat var drifið sig á leið inn að Álftavötum og átti þar að finna einhverja brekku til að renna sér í þann daginn. Þetta byrjaði ekki vel. Það var nú freeeeeekar skrítið að við hefðum stungið Súperdúper willisinn af strax.... Eftir frekari eftirgrenslan kom í ljós að það hafði brotnað Kross að framan og hann hann var því það sem eftir var Dagsins var hann því bara á afturdrifinu.
Svo komum við að frosnum læk sem minnti kannski frekar á á. ehhhh. reyndar veit ég nú ekkert hvað þetta var. Hefði getað verið stöðuvatn mín vegna! :) hí hí. Allavegana reyndum við að fara þar yfir. Það gekk svo vel að stefnir POMPSAÐI niður um ísinn með eitt framhjólið og smá púl þurfti til að ná honum upp. Verður eiginlega að segja að MJAÐMAHNYKKIRNIR hjá okkur stelpunum hafi komið honum upp! :) Þar sem að hann var búinn að pompsa niður ákváðum við að breyta að eins um leið og fara einhverja aðra. Þegar við snérum við frá ísvökinni stoppaði Tobbi aftur. Nú var hann samt 2. í röðinni og við síðust. Í einhverju RISA stökkinu á fúll-spíd ferð hafði aftur stífa losnað með einhverjum afleiðingum, eitthvað beyglaðist stuðarinn og brotnaði smá úr afturbrettinu þegar hásingin fór til ferða. Því var samt kippt í laginn enda voru 4 bifvélavirkjar með í ferð og 5 ef við teljum Gulla hjólamann með :) Við stelpurnar sáum bara um að bora í nefið og stinga snjó inn á mann og annan til að halda á okkur hita á meðan herrarnir gerðu við bílana, nú auðvitað eins og alvöru hefðardömum sæmir :)
fórum svo yfir syðri-ófæru (yfir steinbrúna) en Þar þurfti að ýta aðeins við willis þar sem að hann var nú aðeins á afturdrifinu greyið. Flott hljóðin samt í honum. brummbrumm. heyriði ekki.... :)
Þarna stuttu eftir var svo fundin brettabrekka! var nú hörð en var löng og brött. er það ekki nóg. Mitt jafnvægi er nú yfir höfuð svo lítið ða ég skellti mér á Rassþotu sem ég "fann" á Akureyri með Árúnu í sumar sem leið og renndi mér niður. Ætlaði nú ekki alla leið þar sem þetta var ALLT of brött brekka en þegar ég rann smá af stað var ég komin á svo mikla ferð að þegar ég stakk niður hælunum til að stoppa snérist ég við og fór með hausinn á undan niður alla brekkuna án þess að sjá neitt fyrir snjó á ÞVÍLÍKRI ferð. Tók snemma þá ákvörðun að ég væri á allt of mikilli ferð til að sleppa disknum. :) Leit svo upp og sá Elvu Dögg koma í sömu sporum og ég var, að geta engan veginn stoppað en hún kom á maganum og hélt á disknum.... EH. Átti svo að gera þetta svoleiðis. Hló svo mikið að ég hélt að ég myndi pissa í mig þar sem að ´þessi sjón var ekkert smá fyndin! Hinir og þessir hófu svo að renna sér á brettum og Sonja stóð sig sem herforingi á jólagjöfinni sinni (bretti auðvitað) Gulli var nú eitthvað skrítinn enda var hann búinn að renna af sér rassinum á gallabuxunum í einni ferð niður brekkuna þar sem hann byrjaði á plastpoka en endaði á nærbuxunum. Hann fór á brettið hans Jóns sem er Freestyle bretti og bara hægt að renna sér í eina átt á því þar sem það er beint að aftan. Gulli þessí óvenjulegi maður mætti bara í gönguskónum, rétt festi við sig brettið (bara með 2 bindingum af 4) og renndi sér svo afturábak ´´a því. HEHE!! STefnir sagðist nú ekkert kunna á þessi skrapától en stóð sig svo eins og hann hefði verið að æfa sig í laumi... hummm.... Arnar Páll er fæddur á þessu eins og öllu öðru sem hann reynir að gera. ekki sanngjarnt og Svava Bretta-racer var þarna að undirbúa sig undir HM í brettabruni :) Elva og ég prufðuðum þetta svo eftir langan tíma og verð ég bara að segja að ég er ekkert voða góð. komst bara BEINT áfram og gat svo ekkert stoppað mig nema að henda mér niður og rúlla áfram restina af brekkunni :) Elva.... hún er eins og hinir fattaði tæknina mjög fljótt.... ég fór hins vegar bara aftur á diskinn. Þurfti nú ekki mikið jafnvægi í það! hehe! Hvað haldiði svo. ein bilunin enn!!! Þegar við vorum að fara að týja okkur heim var startarinn hjá Arnari bilaður. Söfnðuðust þá bifvélavirkjarnir saman í neyðarfundi og tóku sameiginlega ákvörðun að þar sem að þetta var sjálfskiptur ofurjeppi þurfti að rfa þetta skrapatól (startarann) ´´ur og gera hreinlega við hann!!!! EFtir langan, langan tíma og mikinn kulda var trúðurinn kominn aftur í gang!!! Komum við í bakaleiðinni í Álftavatnskofa og komum að honum Hrundnum.... já, við skuldum stafa þetta orð fyrir íslenskusérfræðinginn hann arna H R U N D N U M... :) einn veggurinn hafði fallið inn í kofann.... örugglega frekar ný skeð. Svo bar burrað heim á leið.... Stoppað við í hólakofa til að taka dótið okkar og svo endað heima á Ásum í skötuveislu sem var vel þegið þar sem lítð var búið að éta yfir daginn nema frosin jarðarber.Sem eru BTW ALLS EKKERT SVO SLÆM!! ...

Þetta var ekkert smá gaman. Góður fílingur og skemmtilegur hópur.
Díseltrógin sem ég ferðast alltaf á bila nú samt ekki eins mikið og bensínhákarnir :) Kuldi gerði vart við sig í ferðinni enda var trúðurinn svo gott sem miðstöðvarlaus og mjög kalt úti, svo kalt að horið í okkur fraus!!! :))
En það sem drepur mann ekki herðir mann bara...

Fór í bæinn á mánudaginn og fengu Svava og Elva að fljóta með á selfoss. Vann svo til hálf 11 og kíkti svo aðeins á Ingu... fór svo að sofa
í dag er ég búin að rúnta út um allan bæ að redda hinu og þessu fyrir þennan og hinn :))) meðal annars fór ég og hamstraði jarðarber í massavís fyrir víkurbúa sem grétu yfir jarðarberjaleysi í Kjarval... Rúntaði svo heim eftir vinnu og er komin heim í sveitasæluna núna til að undirbúa jólin sem koma eftir nokkra tíma!!!

Þangað til næst
Gleðileg jól og góða nótt....
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig