föstudagur, 19. desember 2003

jæja. Keyrði ein í bæinn á sunnudagskvöldið. Það var nú FREEEKAR hált á heiðinni, og blint. Allt í lagi að það sé blint á köflum en í hvert sinn sem að ég sá ekki neitt þá náttla bremsar maður þar sem maður veit ekkert hvert maður er að fara en um leið og ég tyllti á bremsurnar þá fann ég að hann dró hjólin, og náttla þá skítur hann alltaf rassinum til og tekur aðra stefnu um leið og hann fer að draga hjól, þannig að það var bara að stýra beint og sleppa bensíngjöfinni þegar það sást ekkert út.
Lifði semsagt þessa skemmtiferð af... :)
Á mánudaginn naut ég þess að sofa út og kláraði að kaupa í jólagjafirnar og keypti líka dót til að búa til jólakortin.... Hófst síðan handa við að skrifa þessi blessuðu jólakort. Tók líka til í íbúðinni og þreif alla eldhússkápana sem og að þrífa sturtuna. Svo varð ég bara að fara að vinna. Vann til 10...
Á þriðjudaginn skrapp ég aftur til Tannsa... KL 10! jakk! en það var nú samt allt í lagi, er svo ótrúlega góð stelpa að ég er ekki með neinar skemmdir. :) liggaliggalá. Gerði svo hitt og þetta ásamt því að kaupa ammilisgjafir. Fór svo að vinna og var að vinna til 9. Ætlunin var að fara heim og klára jólahreingerninguna en það fór á einhvern annan veg en ég ætlaðist til. Fór til Jóns og við fórum eitthvað á rúntinn í Hafnafirði auk þess sem að við fórum í labbitúr í Hellisgerði (Garður í miðbæ Hafnarfjarðar) Frá Hafnarfirði fórum við svo á Krýsuvíkurleið og beygðum einhversstaðar af henni og Enduðum í Bláfjöllum. ÆÆÆ ég má ekki gleyma því að ég fór og sótti einkunnirnar mínar líka á þriðjudaginn. Féll ekki í neinu... SEM BETUR FER! hjúkket mar, var næstum dáin úr stressi yfir því, ætla nú ekki að þylja upp einkunnirnar mínar hérna en ég fékk 7,6 í meðaleinkunn, er alveg mjög sátt við það. Fékk reyndar eina 10. Er ekkert smá monntin yfir því þar sem að kennarinn sagði mér að hún hafi aldrei gefið neinum 10 áður en með mig hafi það ekki verið nein smurning! Mjög gaman að heyra þetta, JÁ þetta var í Hússtjórn by the way. eða ELDA OG BAKA áfangi... um nóttina á þriðjudeginum gat ég svo ekki sofið þannig að ég skúraði alla íbúðina og kláraði að þrífa sem ég ætlaði mér að gera.
Miðvikudagur: sofa út, borða, pakka niður, fara í sturtu, fara til Döggu, Borða þar kvöldmat, fara í hafnarfjörð og sækja Súsönnu, keyra austur og þvoði svo bílinn í grenjandi rigningu og myrkri en stakk honum svo inn á verkstæði svo að hann þornaði fyrir bóningu sem átti að framkvæma á fimmtudeginum
Fimmtudagurinn: Vaknaði til að búa til Boozt handa ömmu og afa sem voru í heimsókn. Fór svo og setti jólakortin í póst, ekki seinna vænna það... :)
bónaði bílinn voða voða fínt. Hann breyttist úr skítugasta bíl á landinu í hreinasta bíl í víkinni á einum degi :) Setti líka jólaseríuna í gluggann á honum þannig að nú er hann ekkert smá gæjalegur. Er líka búin að sjá að allir flottu bílarnir eru búnir að vera að gefa honum auga í aaaallan dag eftir að hann varð svona voða fínn. Hvað ætli það haldist nú lengi? :) hummm... ef ég þekki mig rétt verður það ekkret svo lengi. Eftir að ég var búin að ´bóna Trausta tók ég mig til og bakaði 2 sortir af smákökum, lakkrísbitakökur og salthnetukökur... mmm. Skrapp svo á hljómsveitaræfingu þar sem við byrjuðum að æfa Time is running out og tókum svo einhver gömul. Þegar ég var búin að fá minn skammt af góli fyrir þennan dag fór ég aftur heim og bakaði 2 sortir í viðbót. Bismark og súkkulaðistangir... Ég verð örugglega helvíti góð amma á þessum bakstri haldiði ekki. ?
pæliði í því. á morgun er föstudagur og bara nokkrir dagar til jóla...?!!!! HALLÓ!!! hvert fór árið eiginlega.?
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig