sunnudagur, 14. desember 2003

Long time no see.....
Jæja.. bróðir minn tók tölvuna sína til Víkur svo að ég gat ekkert skrifað í bænum.
Kláraði prófin á þriðjudaginn.... vá hvað það var gaman! Fagnaði svo prófalokum með Muse tónleikum í höllinni á miðvikudaginn. Bauð svo Árúnu í mat á fimmtudaginn. Ég held að Svava sé flutt inn til mín.... Búin að vera meira og minna síðustu viku í bænum og gisti svo hjá mér eftir tónleikana... líka Sigríður.... ekkert smá gaman að hafa þær... :) Fór svo bara austur á föstudaginn og Árún kom með mér á Selfoss... Loksins þegar við lögðum af stað. Virtumst finna ALLT sem að við gátum mögulega fundið til að slugsa lengur í bænum. En þetta tókst þó. Við keyptum ammilisgjöf handa Elvu Dögg en hún varð 18 á laugardaginn! til hamingju með það! gáfum henni gítaról og 3 gítarneglur. Ég gerði svo sem ekkert voðavoðavoða mikið á flöskudaginn. Fór bara á hljómsveitaræfingu og fór svo til Guðrúnar til að horfa á Idol-upptökuna. Svo á laugardaginn var ég að vinna uppi í Leikskálum fyrir Ester og Orra í erfisdrykkju.... Komu eitthvað um 200 manns þangað. Smá hasar á tíma en allt gekk að lokum upp. Svo þegar ég og Magga vorum búnar að klára allt í Leikskálum drifum við okkur heim til okkar til að gera okkur fínar fyrir Jólahlaðborðið sem Var á kaffíhúsinu um kvöldið. Ég, Guðrún, Einsi og Stjáni Þórðar sátum saman á borði... Þegar borðhaldið var búið tók við stífari drykkja en áður og Ingvar, fyrrverandi Papameðlimur tók lagið. Einhvernveginn tókst Guðrúnu Maríu að Plata Ingvar til að leyfa mér og Fúsa að taka lagið saman. Kunnum svo ekkert þegar á reyndi en spiluðum um 3 lög við MJÖG góðar undirtektir!!! Vá hvað þetta var gaman!! Svo tók Ingvar við og ég, Fúsi og Guðrún skemmtum okkur meira og meira.... Þegar Igvar svo missti röddina alveg í endan á Ballinu og það var háfltími eftir af ballinu þá tókum ég og Fúsi aftur við og spiluðum einhver lög, ekki það að ég muni þau alveg nákvæmlega en einhver voru þau :) Fólk var þá farið að dansa og skemmta sér mikið meira. Ingvar kom svo og lét okkur vita ða við mættum spila eitt lag í viðbót og þegar við vorum búin með það þá létu allir svoooo illum látum að við værum að hætta og eftir mikið stapp í gólf, köll og klapp tókum við eina laga-syrpu í viðbót.
Eftir þetta Jamm fórum við nokkur til Guðrúnar og átum allar smákökurnar hennar og á endanum fórum við í Trivial-Pursuit eða HVERNIG sem þetta er nú eiginlega skrifað..... og svo var þetta bara búið.Einsi skutlaði mér, Hauki og Rúti heim svo um hálf 6. Sunnudagurinn fór nú ekki í mikið. fór þó til tannlæknis og boraði svo bara mest megnis í nebban :)
Er á leiðinni til Reykjavíkur á eftir...
Þarf ða vinna mánudag og þriðjudag og svo kem ég væntanlega aftur til Víkur á miðvikudag eða fimmtudag.
Þangað til næst,
Bæbbz
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig