þriðjudagur, 14. febrúar 2012

Marokkóskur Lambapottréttur

Frábærlega sniðugt fyrir saumaklúbbinn.

Ég er í matarklúbb sem við köllum Gourmet matarklúbbinn og hittumst einu sinni í mánuði. Að vísu hefur stundum reynst erfitt að finna kvöld til að hittast þar sem við eru 3 pör sem samanstanda af 3 hjúkrunarfræðingum og einum lækni sem öll vinna á LSH á vöktum. Þið getið þess vegna ímyndað ykkur hvað það getur verið erfitt að finna kvöld þar sem enginn af okkur er að vinna.
Vegna þessa hittumst við hins vega hvaða vikudag sem er, þriðjudag eða föstudag, bara það kvöld mánaðarins sem allir eru í fríi.

Í janúar var komið að Brynju og Valda að elda og þau elduðu alveg dýrindis mat sem var svo sniðugur að ég bað Brynju um að vera með gestablogg á síðunni minni og læt ég hana því um "orðið"


Nú var röðin komin að mér og Valda að halda gourmet matarklúbbinn góða. Við vorum löngu búin að ákveða hvað skyldi vera á boðstólnum því síðasta sumar fórum við í brúðakaup (eitt af fjórum) og fengum við svo frábæran marokkóskan mat. Þetta yrðum við að prófa í matarklúbbnum og voru brúðhjónin svo góð að gefa okkur uppskriftina J









Uppskriftin er svohljóðandi:
Fyrir 4 
2-3 msk ghee (eða ólífuolía og smá smjör blandað saman-ég gerði bara 50/50)
2 laukar-skornir smátt
1-2 tsk turmericduft
1 tsk engiferduft
2 tsk kanill
1 kg lambakjöt- Valdi úrbeinaði læri og skar í munnbita
250 gr mjúkar döðlur-steinlausar ofcourse
1 msk dökkt hunang-ég átti bara ljóst og notaði það
Salt og pipar
Smá smjör
3 msk möndlur
2 msk pistasíuhnetur
Steinselja


Jæja fyrst var að taka fram stórann pott og hita smjörið og ólífuolíuna saman. Þar næst að setja laukinn út í og leyfa honum að mýkjast og verða ljósbrúnn. Þar næst að hræra engiferinu, turmeric og kanilnum út í og hræra. Fljótlega að setja kjötið út í og hræra þannig að kryddið og laukurinn þekji kjötið. Síðan setja vatn þannig að það fljóti rétt fyrir ofan kjötið, láta suðuna koma upp og svo lækka undir og láta þetta malla í ci einn og hálfan tíma. Þegar hér er komið má setja döðlurnar og hunangið út í og hæra, setja lokið aftur á og leyfa þessu að malla í hálftíma. Síðast en ekki síst að salta og pipra réttinn eftir smekk. Í uppskriftinni er mælt með að pipra mikið sem við gerðum.
Svo rétt í lokinn að taka fram pönnu og bræða smjör á henni, setja svo möndlurnar og pistasíuhneturnar og rista/steikja þar til þær fá smá lit.
Meðlæti með þessu var couscous sem ég sauð bara eftir leiðbeiningum á kassanum, setti svo smá smjör, sítrónusafa og steinselju saman við og hrærði varlega með gaffal. Við vorum líka með voðalega gott salat með svona hinu og þessu í J
Við reyndum að gera smá veitingarstaðafíling, settum á diskana fyrir gestina og bárum á borðið. Diskurinn var voðalega fallegur með couscous, salati og kjötréttnum en ofan á hann settum við hneturnar og smá steinselju.



Í dessert var Valdi svo búin að búa til maltisers-galaxy ís með sykurskrauti-NAMM!




Ég mæli svo sannarlega með þessu ! 

enjoy 

SHARE:

2 ummæli

  1. Nafnlaus3:02 e.h.

    mmmmmm gerði lambapottréttinn f. saumaklúbbinn í gærkvöldi. Var mjöög góður

    kv.Rúna

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus6:44 e.h.

    Hey...girnilegt, þarf að prófa þennan, en....ég vil líka uppskrift af þessum ís....

    Kv
    Gunnar

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig