fimmtudagur, 8. desember 2011

Hvítlauksbrauð

2 blogg í dag? 
Heitt, stökkt, bragðgott hvítlauksbrauð


já, látum það bara flakka

Oft passar að hafa hvítlauksbrauð með mat og hef ég komist að því að það kostar um það bil það sama að kaupa 5 frosin, óbökuð baguette og að kaupa 2 frosin hvítlauksbrauð. Já, hér er ráðrúm til að spara ! :) 
Ég kaupi þessi frosnu baguette, tek út eins mörg og ég þarf og hef hin áfram frosin. Ef ég hef tíma þá tek ég brauðin út í tíma og læt þau þiðna svo ég geti skorið þau í sundur áður en ég set þau inní ofn.
Ef það er ekki hægt, þá að sjálfsögðu er hægt að baka brauðin þar til að þau eru þiðnuð og skera þau þá í sundur og setja hvítlaukssmjörið á.

Uppskriftin er einföld
Smá af smjöri
slatti af mörðum hvítlauk
Brætt saman í örbylgjuofni 

Magnið og hlutföllin fara eftir því 
  • -Hvað þú ætlar að gera mörg brauð
  • -Hvað þú vilt mikinn hvítlauk


Ath, það er mikilvægt að bræða smjörið og hvítlaukinn saman svo að það bubbli vel. Hvítlaukurinn eldast þá aðeins og gefur frá sér gott og mikið hvítlauksbragð)


smyrjið brauðin eins óhóflega og þið komist upp með


stingið inní ofn þar til að brúnirnar eru aðeins farnar að brúnast og smjörið kraumar á brauðinu
Stráið maldon salti yfir + þurrkaðri steinselju



enjoy

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig