fimmtudagur, 22. desember 2011

Waldorfsalat


Uppskrift:
1 ds. Sýrður rjómi
3 dl rjómi (þeyttur)
3 stk græn epli
200 gr vínber
200 gr ananas
2-3 stiklar sellerí
1 msk sykur
Rjóminn þeyttur og sýrða rjómanum hrært saman við. Eplin, vínberin, selleríið og ananasinn skorið frekar smátt niður og sett saman við.

Verð að taka það fram að þessi uppskrift, sem og uppskriftin af Kalkúnanum er í boði móður minnar :) 

SHARE:

6 ummæli

  1. Nafnlaus5:54 f.h.

    Hér vantar valhneturnar, hef aldrei séð Waldorfsalat án þeirra. Villi G.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus7:29 f.h.

    Jú, það er rétt og ég sé núna að það hefði verið betra að útskýra það aðeins frekar

    Þannig er það nú bara að fjölskyldan er almennt ekki hrifin af valhnetum og þeim er þess vegna sleppt :)

    Að vísu hef ég reyndar tekið eftir að á flestum jólahlaðborðum sem ég hef farið á, er þeim sleppt einnig, en trúlega er það í sparnaðarskyni

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus12:00 f.h.

    það eru líka svo margir með hnetuofnæmi að það er best að sleppa þeim

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus11:41 f.h.

    Mér finnst nauðsynlegt að sjóða selleríið, það verður miklu betra. Hrafnhildur H.

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus10:58 e.h.

    Ég var að heyra að það væri gott/betra að setja flórsykur í stað strásykurs :) ég hef aldrei fengið waldorfsalat með ananas best að prófa kv Perla

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus1:18 f.h.

    Verð að segja að mér finnst selleríið algjörlega eyðileggja salatið... Ekki neitt rosalega hrifin af ananasinu heldur, en ljúfffeng eru þessi waldorf salöt!

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig