fimmtudagur, 22. apríl 2010

Sumardagurinn fyrsti

Ansi kalt í höfuðborginni í dag. brr...
Gluggaveður dagsins er hins vegar eins fallegt og það gerist :)

Morguninn byrjaði seint þar sem það var loksins náð að sofa út hér á bæ. Bóndinn var samt aðeins fyrr á fætur og beið mín amerískur morgunverður (pönnukökur og allt) og kaffi þegar ég skreið á fætur.

Við drifum svo í að líma loksins heiminn upp á  vegg í svefnherberginu en hann á að koma í stað þess að vera með rúmgafl. Límmiðinn kemur frá danska fyrirtækinu Ferm Living og þau selja alveg ROSALEGA marga flotta og sniðuga límmiða til þess að skreyta veggi. Límmiðarnir fást í Húsasmiðjunni Húsgagnahöllinni og síðast þegar ég gáði þá voru þeir á mjög sanngjörnu verði miðað við það að panta úti og flytja heim og borga skatta. Mig minnir að heimurinn hafi kostað 15.000 kr.
Þið getið séð fleiri tegundir af límmiðum hér 


Hér er svo afraksturinn


Fyrir


..og eftir 



aah... pretty :)



Þar sem gluggaveðrið var svona gott þá ákváðum við að skella okkur í bíltúr um suðurnesin og fórum út í Garð og Sandgerði.
Að lokum stoppuðum við í Blómaval í Keflavík og ég fékk sumargjöf....
Alveg ótrúlega fallegt og gult sólblóm! sjáiði bara :)




Í kvöld er planið að vera með mikla tilraunastarfsemi á marineruðum svínakótilettum sem ég ætla að grilla. Engar myndir voru teknar þar sem mér líst alveg skelfilega á þetta en GÆTI þó orðið í lagi.. jú ég tek kannski mynd á eftir.

Gleðilegt sumar :)
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus7:25 e.h.

    Sniðug lausn á rúmgafli ;o)
    Kv.Solveig

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig