mánudagur, 13. apríl 2009

Páskafjör

ég og Viðar höfum ekki lagt upp í neinar langar ferðir síðan við komum aftur til Reykjavíkur nema að okkur datt í hug í örlitla stund í gærkvöldi eftir páskasteikina að skella okkur alla leið til Víkur á ball... en það varð ekkert úr því. Þess í stað kom Systa í heimsókn og endaði kvöldið með að prinsessan á heimilinu drakk örlítið of mikið og neitaði að fara niður í bæ! :-O sjokker....

Páskasteikin í gær var lambalæri sem var eldað eftir uppskrift að "páskakiðs læri" úr Silfurskeiðinni. Alveg gliiimrandi gott og alveg purrfect eldað. Ég verð þó að viðurkenna að 3 kg læri er í meiri kantinum handa 2 svo að það verður lambalæri í ýmsum útfærslum í matinn út vikuna. Ég er nú reyndar nokkuð vön ýmsum tilraunum með mat eftir að hafa unnið á Höfðabrekku í 3 sumur svo að Viðar fær að prufa eitthvað af þeim útfærslum :)


Það er búið að vera alveg frábært veður í Borginni um páskana, Sól, smá gola og 7-8°C, Við ákváðum þess vegna að fara í göngutúr í laugardalslaugina í gær og nýta þessa sólargeisla í framleiðslu á nokkrum freknum og á Viðar vann þá keppni.

Til þess að jafna okkur á páskaeggjaáti og fráhvarfseinkennum frá þjóðvegaakstri keyrðum við á móti umferð á Selfoss þar sem að ég gat ekki beðið neitt með að kíkja á Vigfúsdóttur sem fæddist sæt og fín þann 11. apríl, nokkuð mörgum dögum eftir áætlaðan lendingartíma, en það er allt í lagi... hún er alveg fullkomin og mér sýnist bara að Fúsi og Guðný hafi orðið foreldrar um leið og hún fæddist því að þau eru strax orðin mjög foreldraleg með litluna :)
Hérna eru 2 myndir af mér og frumburðinum sæta sem vildi ekkert annað en bara sofa hjá mér.


En það var nú bara allt í lagi :)

xox
Ragna
SHARE:

2 ummæli

  1. Nafnlaus1:12 e.h.

    Kvitt
    Solveig

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9:13 e.h.

    Krúttið fer þér vel :)

    Gott þú áttir góða páska!
    Sjáumst, Tinna

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig