miðvikudagur, 1. apríl 2009

Breytingar í vændum

Jæja..


Það er sko aldeilis mikið búið að veltast í hausum á manni. Einhverjir telja það frekju af mér að vilja að Viðar komi suður og flytji inn með mér. Ég hef alltaf sagt að það sé vegna þess að ég vilji nú klára skólann hérna í HÍ í hjúkrun enda bara eitt ár eftir. Fólk virðist bara ekki vera að skilja það !

Eftir miklar pælingar hef ég ákveðið að taka síðasta árið á Akureyri og þarf þess vegna að vera á 2 árum fyrir norðan, þeas 3. og 4. þar sem kúrsarnir eru ekki kenndir á sömu árum hérna fyrir sunnan og fyrir norðan. 

Viðar ætlar samt að koma í næstu viku hingað til Reykjavíkur og við förum svo aftur norður næsta haust. 

hana nú

frekja hvað ?
SHARE:

4 ummæli

 1. Frábært að heyra;) þetta verður rosalega gaman hjá þér og ykkur vúhú!!!! lýst vel á þig sæta;)

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus11:18 e.h.

  Flytja til Akureyrar. Það eru aldeilis fréttir. Ertu alveg viss?
  Gangi þér vel.
  Dagga frænka

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus11:44 e.h.

  þetta er ekkert annað en ótrúleg bölvuð frekja. fyrst á pilturinn að flytja suður bara til þess að flytja aftur norður. er ekki í lagi þarna efst í norðri ha? veistu hvað það er leiðinlegt að flytja?
  hann verður farinn að meika það bigtæm í borginni og nennir ekki norður að vinna við þrif hjá sekjúrítas eða eitthvað.
  hræddur um að þú sért í það minnsta búin að tapa orrustunni um myndina. ef hún verður ekki fyrir ofan sófan núna, þá verður hún þar í tvö ár. tvö heil ár.
  fyrir norðan.
  av

  SvaraEyða
 4. Nafnlaus12:22 f.h.

  þú ferð samt norður. sannaðu til. það er miklu betra að ala upp börn þar...
  múhaaaaaaaa

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig