fimmtudagur, 16. apríl 2009

próflestur að hefjast...

Af því að ég er ekki búin að vera í bóknámi síðan einhverntíman í febrúar á ég erfitt með að átta mig á mikilvægi þess að fara að lesa undir próf ! :-O

það eru samt 20 dagar í próf en ég ætla að vera dugleg og ná í eitt skipti að fara yfir allt þetta gífurlega mikla námsefni sem sett er fyrir í hverjum áfanga. 

prófin eru svo líka bara 3 svo að ég hef ekki eina ástæðu fyrir kvarta fyrir utan það að ég er ekki búin fyrr en 14. maí sem er svolítill munur frá 27. febrúar í fyrra. 
Prófin í ár eru Geðhjúkrun, Öldrunarhjúkrun og Hjúkrunarstjórnun. Er nú þegar búin að skila ótalmörgum verkefnum og ritgerðum úr þessum áföngum sem vega nú eitthvað í lokaeinkunn en það er víst krafa að standast lokaprófin sem ég ætla ekki að fara að klikka á núna og hef í rauninni enga ástæðu til þess að hræðast það allt í einu. Mér leiðast hins vegar próftíðir alveg rosalega og ég verð alveg yfirtjúnuð og leiðinleg. Don't worry ég er búin að vara Viðar við. :)

16. maí verða 2 snafsar á kaffinu í Vík og síðan byrja ég að vinna 18. maí á slysó sem hjúkrunarfræðingur *sjitt* Þá er alveg HARÐBANNAÐ að fara eitthvað að slasa sig og kíkja í heimsókn! 

ég asnaðist til þess að hlusta á Viðtal sem Freys Eyjólfsson tók við Ástþór Magnússon í gær á Rás 2. Maðurinn (Ástþór) er alveg á mörkunum á því að vera hæfur til þess að ganga úti á götu meðal fólks. Hann drepur einhvern í heift einn daginn held ég. Greyið. hann gat komið með góð svör við þessum spurningum sem Freyr kom með en kaus það að rasa í hringi og hálft í hvoru öskra á útvarpsmanninn.


(Varúð, veldur pirringi)

 
 Freyr Eyjólfsson tók viðtal við Ástþór Magnússon í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag.
SHARE:

2 ummæli

  1. Nafnlaus4:58 e.h.

    Þú rúllar upp próflestrinum og já ég er sammála með Ástþór.
    Kv. Solveig

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus8:25 e.h.

    Hæ Ragna
    Var á hi.is og fann síðuna þína fyrir hreina tilviljun :o)

    Það var gaman að hitta þig í janúar þegar við kærastinn vorum á slysó (ekki bestu aðstæður samt) en mig langar bara að þakka fyrir okkur og láta vita að það er allt í lagi með hann! Vorum í viku á taugadeildinni og hann er á lyfjum og sonna en annars er allt í gúddí :o)

    Viltu skila til einnar hjúkkunnar kærri kveðju (veit ekki hvort hún muni eftir okkur). Ég man ekki alveg hvað hún heitir en hún er með stutt hár og spangir. Hún hjálpaði mér mikið hehe.

    Anars viljum við þakka þér og öllum hinum sem hjálpuðu okkur og eru stöðugt að hjálpa fólki, slösuðu og veiku.

    Kær kveðja, Ína (Þorlákshöfn) og Hafsteinn.

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig