mánudagur, 16. mars 2009

er hress í fríi...

LOKSINS er ég komin í eina viku í frí frá verknámi og verkefnum, verkefnaskilum og martröðum sem því tengist....

öldrun var bara ágæt fyrir utan ýmislegt eins og gengur og gerist.. Sáttust var ég kannski við að fá Gullu (hjfr) í Vík sem sérfræðikennara þar sem að að vera með nema er hluti af hennar diplómanámi í hjúkrun. 

Viðar kom á fimmtudagskvöldið og ég var að vinna þá... svo að ég fékk smá kúr fram á föstudag. Fórum síðan austur eftir síðasta umræðufundinn í öldrun og veðrið fyrir austan Skóga var alveg snarkolvitlaust... stikurnar á  veginum sáust ekki nema af og til og mikill vindur var sem gerði förina yfir ísilagðan veginn ekki spennandi. Við virðumst hafa sloppið í gegnum bylinn því að bílar sem voru á ferð hálftíma síðar voru að gefast upp í kófinu og endaði kvöldið með útkalli björgunarsveitarinnar og litla björgunarleiðangra að sækja fólk úr bílum sem höfðu gefist upp eða fólk sem hafði einfaldlega sjálft gefist upp.

Á föstudaginn kíktum við familían á Ströndina (f utan þráinn sem var fenntur í kaf hjá Pétursey) Fylgdumst við með Bessa keppa í Idol og fukum svo heim.

Helgin fór í það hjá Viðari að flísaleggja útidyraganginn (gulbrúnu hrjúfóttu flísarnar eru farnar.. *hneigjasig*)  og pabbi gerði við bílinn hans Viðars í staðinn. Ég var meira fyrir og með uppsteyt auk þess sem ég gerði verkefni í öldrun, klæddi mig upp í bjsv búning og stjórnaði bílum á bílastæðinu við kirkjuna í Vík við útförina hjá Jóni Þóri heitnum 

Þegar við lögðum af stað til Reykjavíkur hringdi ég á eldsmiðjuna og pantaði pizzu.. það passaði jú alveg, 2 tíma bið og við fengum sms um að 7 mínútur væru í pizzuna þegar við vorum að koma miklubrautina inní bæinn :)

hressandi ! :)

Byrjaði daginn í dag á því að stuða Hermann, Blása í Önnu og bjarga litlu barni sem brjálaður Chicagobúi átti..


vikan óráðin fyrir utan vinnu á slysó og mat hjá Döggu frænku

skemmtilegt :D 
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus11:34 e.h.

    takk fyrir síðast. Er ekki fjör að stuða Hermann :o)
    Kv. Solveig

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig