Akureyringar, já eða Akureyrarbær hefur þá venjuna á að þeir moka bara alls ekkert um helgar og ef það snjóar, þá sorrý jú man. Það er því allt í förum, og sköflum og úff... :)fyrir mitt leyti á að MOKA ef það snjóar. Í dag hefur samt eitthvað verið spreðað þar sem að aðeins var verið að moka helstu skaflana af íbúðargötunum... það verður örugglega aldeilsi krepputals hamagangur á bæjarskrifstofunni þar á bæ þegar reikningarnir fyrir mokstrinum koma inn...
Brynja, Valdi og Harpa komu með mér norður og þið þurfið ekkert að vita hver þau eru ef þið vitið það ekki nú þegar. :) Eftir einhverjar bílaumræður ákváðum við að fara á mínum þar sem hann er á góðum blöðrum og 4x4. Það var alveg ágæt ákvörðun þegar við vorum að leggja af stað suður í dag. Veðrið í kringum Holtavörðuheiði var ekker til að hrópa húrra yfir og var heiðin illfær og blint á köflum... við lentum næstum á einum bíl og bíllinn fyrir aftan okkur, tjah, ég veit ekki alveg hvað stoppaði hann í að lenda ekki á okkur... kannski var það skaflinn sem við sátum í. Vorum samt bara um 40 mínútur yfir og 5 tíma alla leið með hamborgarastoppi í Staðarskála og verður sá tími að teljast vel ásættanlegur þó svo að maður sé alltaf frekar lúinn þegar maður kemst loksins heim.
Plan vikunnar eru 3 verkefni til að skrifa og skila síðan 16. mars... Viðvera í Fríðuhúsi og svo ýmislegt annað skemmtilegt :)
sjáumst svo :D
p.s. Hið langdregna ferli að reyna að fá drauma-sumarstarfið virðist vera á lokastigi... update síðar ;)
já og hey... af því að ég stefni að því að vinna á LSH.. þá er hérna smá useless knowledge:
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjMdFmrFs5H2kg-zrz9d-7wCVrpcbJtZzIFK8dYj6u_W2hfQaIQvy-83-nNX1VWbfkXAuYTraf606gsfCzBU1WIAyYV13jZSnaMgpphn7ox98zTgs5kiQHlNUHOgvIO_Xwm8mY-lg/s400/mynd1.jpg)
Ef þér vantar e-ð frá DK endilega hafðu samband áður en ég kiki yfir :)
SvaraEyðakv. Árún
Gott að vera á 4x4 á svona dögum. :o)
SvaraEyðaUhh þetta var sko ég.. Solveig
SvaraEyða