sunnudagur, 8. mars 2009

komin heim frá snjóalandinu mikla...

nánar tiltekið AKUREYRI... jedúdda mía hvað það getur snjóað mikið þarna... ég fann bílinn minn loksins undir snjóskafli eftir hádegið þegar ég var búin að elda fyrir piltana. Fór smá rúnt um hverfið og Akureyringar eru ekki beint þeir duglegustu við að moka götur bæjarins *hósthóst* og það olli því að festi mig næstum. SÆLL... og ég á 4x4 "trölli"...

Akureyringar, já eða Akureyrarbær hefur þá venjuna á að þeir moka bara alls ekkert um helgar og ef það snjóar, þá sorrý jú man. Það er því allt í förum, og sköflum og úff...  :)fyrir mitt leyti  á að MOKA ef það snjóar. Í dag hefur samt eitthvað verið spreðað þar sem að aðeins var verið að moka helstu skaflana af íbúðargötunum... það verður örugglega aldeilsi krepputals hamagangur á bæjarskrifstofunni þar á bæ þegar reikningarnir fyrir mokstrinum koma inn... 

Brynja, Valdi og Harpa komu með mér norður og þið þurfið ekkert að vita hver þau eru ef þið vitið það ekki nú þegar. :) Eftir einhverjar bílaumræður ákváðum við að fara á mínum þar sem hann er á góðum blöðrum og 4x4. Það var alveg ágæt ákvörðun þegar við vorum að leggja af stað suður í dag. Veðrið í kringum Holtavörðuheiði var ekker til að hrópa húrra yfir og var heiðin illfær og blint á köflum... við lentum næstum á einum bíl og bíllinn fyrir aftan okkur, tjah, ég veit ekki alveg hvað stoppaði hann í að lenda ekki á okkur... kannski var það skaflinn sem við sátum í. Vorum samt bara um 40 mínútur yfir og 5 tíma alla leið með hamborgarastoppi í Staðarskála og verður sá tími að teljast vel ásættanlegur þó svo að maður sé alltaf frekar lúinn þegar maður kemst loksins heim.

Plan vikunnar eru 3 verkefni til að skrifa og skila síðan 16. mars... Viðvera í Fríðuhúsi og svo ýmislegt annað skemmtilegt :)


sjáumst svo :D

p.s. Hið langdregna ferli að reyna að fá drauma-sumarstarfið virðist vera á lokastigi... update síðar ;)
já og hey... af því að ég stefni að því að vinna á LSH.. þá er hérna smá useless knowledge:

SHARE:

3 ummæli

 1. Nafnlaus9:27 f.h.

  Ef þér vantar e-ð frá DK endilega hafðu samband áður en ég kiki yfir :)

  kv. Árún

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus2:56 e.h.

  Gott að vera á 4x4 á svona dögum. :o)

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus2:56 e.h.

  Uhh þetta var sko ég.. Solveig

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig