fimmtudagur, 25. desember 2008

jólin komu...

... enn og aftur

versta jólagjöf ársins var það að tölvan mín er dáin... (hoppandi helvíti)
og minnst uppáhalds jólagjöfin er mighty mouse apple músin sem ég fékk og nýtist eitthvað lítið meðan tölvan liggur í gröfinni... hún kannski skríður upp vinsældarlistann þegar tölvan verður komin með nýtt innviði.

aðrir hlutir sem litu dagsins ljós úr pökkum þessa árs var

naglalakk
eyrnalokkar
rifjárn
sílíkon sprautupoki
ilmvatn og bodylotion
jólaskraut
ferðakaffibolli til að setja í 12V
kveikjari með upptakara
gólflampi
hringur með stein.
mósaík vasi
Aurum Eyrnalokkar
Pilgrim skartgripa-sett (eyrnalokkar, hálsmen og hringur)
hringur með perlum
armband með perlum
Bók (brúðkaupsnóttin)
Bók (Myrká)
15 þúsund á kaupþingsgjafakorti

já ég held að þetta sé allt..

fórum í dag út í garð að kveikja á kertinu á leiðinu hjá ömmu. Ég, pabbi og þráinn komum svo við í gömlu slökkvistöðinni til að finna þar alveg ónotaða skauta sem ég á víst ! :) og smellpassa ! guð... ég verð eiginlega að fara á skauta, þó að það þýði nokkra marbletti.
Einnig gróf ég líka upp gömul spil til að spila um jólin og kannski ég kíki með einhver af þeim norður. Er nú örugglega á leiðinni þangað bráðum :)

Er búin að vera að lesa Myrká í allan dag með hléum og lagði mig í bleyti í heitu baði með Elínborgu að leysa morðmál eftir kaffið... Erlendur hefur ekki ennþá komið neitt fyrir í bókinni... fór hann í jólafrí eða ?

mmm.. girnilegt deig er að hefast inní eldhúsi sem mun bráðlega breytast í dílíssíjuss hvítlauksbrauð til að fara með humarsúpunni sem verður í kveldmatinn :)

á morgun er síðan lítið jólaboð heima hjá Þorbjörgu og Gunna á Dyrhólum. Hlakka voða til að kíkja þangað..
SHARE:

1 ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig