mánudagur, 1. desember 2008

Silfurskeiðin

þið trúið ekki hvað ég er búin að taka mörg andköf yfir að bókin Silfurskeiðin sé komin út á íslensku (GASP)




"Þetta er matreiðslubókin sem Ítalir gefa börnunum sínum til þess að kenna þeim aðferðir foreldra sinna og ömmu og afa – og sýna þeim um hvað ítölsk matargerð snýst í raun og veru.

Hún sýnir hvernig á að matreiða holla og gómsæta máltíð, í fyrsta lagi með því að velja réttu hráefnin og í öðru lagi með að fylgja fjölbreyttum uppskriftum sem geta verið einfaldar eða flóknar, en eru alltaf útskýrðar á skýran og skilmerkilegan hátt. Það er þess vegna sem Silfurskeiðin er vinsælasta matreiðslubókin á Ítalíu, bókin sem á sinn stað í eldhúsinu á hverju heimili, bókin sem er hvað oftast gefin í brúðargjöf."


Mig hefur langað í þessa bók (the Silverspoon) mjög lengi og það lengi að ég ætla að KAUPA mér hana þegar ég á pening.... sem verður skv venjubundu skólaári ekki fyrr en næsta júní og get ég alveg beðið þangað til  (held ég) þar sem ég er alveg pottþétt ekki að fara að gifta mig fyrir þann tíma ! (eða anytime soon for that matter) 

ég held að þetta blogg sé svoldið blásið upp af hungri ... og að ég sé andvaka ...
hungrið stendur af því að í kvöldmatinn var kínversk núðlusúpa búin til frá grunni og mallaði á eldavélinni í 3 tíma örugglega í heildina svo að soðið var dílísíjus  og ég er andvaka af því að líkaminn minn veit að ég ætlaði að reka hann í ræktina kl 6.30! (gott ef hann er ekki þrjóskari en ég). Ég held að tilgangurinn sé lítill með að sofa nokkra tíma, til að hoppa og hrista mig í klst til að slefast uppí bókhlöðu kl 8 og læra til rúmlega 9 þegar ég þarf að fara að syngja á tónleikum í Hátíðarsal Háskólans með kórnum og vera svo DAUÐÞREYTT allan daginn að lesa undir fyrsta prófið sem er á miðvikudaginn. 

ég held bara að ég sofi til 8... eða þangað til að Viðar ætlar að hringja í mig og telja mér trú um að það sé ekki eins góð hugmynd og ég held (þá) að kúra "aaaaðeins" lengur. 

Héðan er annars ekkert að frétta nema að ég var búin að hengja upp jólaseríur og kveikja á aðventuljósinu fyrir kl 10 í morgun (Sem Arnar svaf allt af sér)... deginum eyddi ég svo með nýbökuðu sykurlausu-hveitilausu-smjörlausuBláberja muffins-inu (ég furða mig stundum á hve góðar þær virkilega eru), sjóðandi núðlusúpu, tölfræðidæmum, reiknivél og hárlokkum sem liggja á víð og dreif um íbúðina eftir frantic panic köst yfir hvað ég næ ekki að klambra saman í höfðinu á mér tölfræðiformúlum, jafnbilabreytum, raðbreytum og nafnbreytum í eina skiljanlega heild... helst þá í sömu heild og Rúnar okkar hefur í huga. 


prófataflan er sumsé svona

3. des : Hjúkrun Langveikra einstaklinga 
5. des : Tölfræði
8. des : Hjúkrun krabbameinssjúklinga
10. des : Aðferðafræði
12. des : Próflokadjamm (sem er jafnmikil skylda að mæta á eins og prófin sjálf)

óver and out ! 

SHARE:

5 ummæli

  1. Nafnlaus10:36 f.h.

    ég fæ nú bara alltaf vatn í munninn þegar þú nefnir mat... hljómar alltaf svo ofsalega gómsætt híhí :)
    gangi þér í prófatörninni ;)
    Kveðja Hrönn

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus12:14 e.h.

    Geturu sett uppskriftina inn á bloggið þitt af bláberjamuffinsinu? Hljómar svo spennandi. :)

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus6:08 e.h.

    Gangi þér rosa vel í prófunum skvís.... mikið djö... . er ég nú fegin að vera ekki í skóla og í einhverju prófaveseni núna.... ekkert heima með samviskubit yfir að eiga að vera að læra og svona;-)

    Katrín

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus6:24 e.h.

    mig langar einmitt líka svoo í Silfurskeiðina! Þú ert öflug að hafa bakað muffins, ég nenni aldrei að baka þær því það er svo mikið vesen:P En herre gud hvað þær eru góðar!

    Gangi þér vel í prófunum! Verður gott að komast í frí og hugsa um allt annað en LÆRDÓM!!!

    Kveðja, Helena

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus12:57 e.h.

    Umm langar líka í þessa bók.
    Kv. Solveig

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig