mánudagur, 29. desember 2008

heimurinn að byggjast upp aftur...

já eða að minnsta kosti heimurinn minn..

Fórum í dag og skiptum jólagjöfinni frá mömmu og pabba en það var afgreiddur vitlaus litur af lampa.hann er alveg ógeeeðslega flottur finnst ykkur ekki ? :)

tölvan fór líka á flýtimeðferð í meðferð (viðgerð) og er harði diskurinn ó-n-ý-t-u-r, takk fyrir og bless.. Þar sem að ég keypti mér Apple care þegar tölvan var keypt úti þá er hún ennþá í ábyrgð hjá Apple úti og ég fæ þjónustuna og diskinn borgað af þeim. Ég reyndar ákvað að skipta út 80 GB fyrir 250 GB disk og borgaði ég það þá bara sjálf, það er líka um 3ja vikna bið eftir disknum frá apple í usa og því nenni ég ekki að bíða eftir. Ég á því til sölu 80 GB 2.5" SATA fartölvudisk eftir ca 3 vikur ef þið hafið áhuga.

lampanum er reddað og tölvan verður örugglega komin aftur í gagnið á morgun og ég fæ ekki að vita fyrr en þá hvort að einhverju var bjargað af steindauða disknum... (guð forði mér frá að vera á PC lappa með VISTA fleiri daga)

kveðja
Ragna Björg
SHARE:

1 ummæli

 1. Nafnlaus7:39 e.h.

  hann er geðveikur :D

  Við vorum einmitt að færa allt bakkupið yfir á stærri diskinn til öryggis.. svo árið í ár er nú orðið óhullt.

  Gott að þú sjáir smá ljós út úr þessu tapi.. þetta er svooo sárt!

  Gleðilegt ár sushi ætan mín
  Árún

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig