fimmtudagur, 2. október 2008

Framtíð og heill íslensku þjóðarinnar er í húfi...

.... jakk!!

Alþingismennirnir og forsætisráðherrann hljóta allir hafa flett upp í "bók klisjusetninga" og flytja núna ræðurnar sneisafullar af þessum klisju-setningum og hljóma allir svo prest-lega að mig langar að tuldra ofan í bringuna á mér "amen" eftir að hver og einn hefur lokið orði sínu. 

Geir H. Haarde hefur greinilega fengið endurútgefinn lyfseðil upp á bjarsýnispillurnar sem hann hefur verið á síðustu 4 mánuði og Steingrímur J. Sigfússon er PPPPirrraður (eins og heyrist svo skemmtilega í leikritinu Fló á skinni þessa dagana í Borgarleikhúsinu og þið ættuð öll að sjá). Já. Steingrímur er virkilega PPPirrrraður og hefði getað dregið predikunar (amen) ræðuna saman í 4 orð.. " I TOLD U SO! " 

Ég ætla nú ekki að tala um þetta neitt of mikið samt :)

Til að rifja upp síðustu daga og síðustu helgi þá kom Viðar síðasta föstudag, frekar seint fyrir minn smekk samt og við kíktum á KFC svona í tilefni þess að það var komin helgi. 
á laugardaginn þrömmuðum við um allan laugarveg vopnuð plakötum og bæklingum og er ég núna búin að skila af mér Þjóðleikhús-vinnunni minni... finally
Um kvöldið var svo eldaður jummý humar og er Viðar að standa sig ansi vel í eldhúsinu og að hjálpa til ... framar öllum vonum ;) híhí
Kvöldið enduðum við svo á pöbbarölti með Arnari, bróður Viðars og hlustuðum á Ingvar hinn bróðir hans spila og syngja á Dubliners 

Eins og í síðasta bloggi þá bauð ég viðar á Vox á Nordica þar sem við eyddum rúmlega klst í að raða hægt og rólega ofan í okkur frábærum Brunch .... ÞIÐ VERÐIÐ AÐ PRUFA ÞETTA ! 
Eftir að hafa kíkt á Ömmu upp á spítala og að Viðar hafi loksins hitt Döggu frænku (hvernig leist þér á hann Dagga? ) og Afa minn þá var komið að síðasta knúzinu áður en fuglinn flaug norður aftur

*þið sem viljið æla af væmni megið gera það núna*

Verknámsvika nr 2 er alveg að verða búin að verkefnin hrannast á okkur, tók klst viðtal í dag við konu sem er með langvinnan sjúkdóm... Var orðin asnalega stressuð að þurfa að taka allt upp, sitja og taka opið viðtal við konuna án þess að reyna að spurja beinna spurninga og yfirheyrsla og reyna frekar að "stíra" viðtalinu. Mestur óttinn var óþarfur enda var konan mjög hress og opin og talaði um flest allt sem ég vildi heyra. 

Ferðinni er heitið austur á morgun og á laugardaginn mun FRITZ VON BLITZ stíga á stokk á Ströndinni.. (good memories!!!! ) :)
ég ætla s.s. að syngja og skemmta mér ... plús að Helena og Pálmi halda upp á afmælin sín þar fyrr um kvöldið.

Ætla núna að einbeita mér að hinum manninum í lífi mínu (Dr. House) 

reynið nú að kommenta einu sinni !! :) SHARE:

5 ummæli

 1. Nafnlaus10:16 e.h.

  *snökkt* *grát* mig langar austur að djamma..... :(

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus11:53 e.h.

  hehe, bara gaman hjá þér;) góða skemmtun um helgina:) og sjáumst um þá næstu
  KV. Þuríður

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus12:29 f.h.

  Vei það verður bara gaman!!

  Sjáumst í afmæli;)

  SvaraEyða
 4. Nafnlaus3:35 e.h.

  Góða skemmtun um helgina ;)

  SvaraEyða
 5. Nafnlaus11:51 e.h.

  Var nú bara að lesa þetta fyrst núna. Leyst stórvel á prinsinn. Svolítið skaftfellskur í útliti eins og ég var búin að segja. Gaman að sjá þig svona happý.

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig