Verkefnin gætu sligað mann þessa dagana... Ég er á SPSS (tölfræðiforrit) námskeiði alla vikuna sem líkur með prófi á föstudaginn... Ég skilaði úrdrætti á grein í dag fyrir umræðutíma í Vöxtur og Þroski og næst á dagskrá er síðasti umræðutími vegna verknámsins á morgun þar sem ég mæti með viðtalið sem ég tók fyrir 2 vikum (klst langt) og er búin að pikka það allt upp, greina og finna þemu í innihaldi þess... Þarf svo að skila lokaverkefni í verknámskúrsinum Hjúkrun langveikra fullorðinna sem er þetta viðtalsverkefni með fræðilegum heimildum og úrvinnslu á því ásamt útskriftarverkefni sem við gerðum eftir að hafa farið í heimsókn til sjúklings sem hafði útskrifast af deildinni okkar á meðan við vorum þar í verknámi...
jú og á mánudaginn verðum við nokkur í bekknum að vera búin að hittast, lesa grein, búa til spurningar og undirbúa Panelumræður sem eiga fara fram á mánudaginn...
Þetta er samt ekki allt... Ég er að vinna á fimmtudaginn, Slysó-bráðadeildar-slökkviliðspartý er á laugardaginn og ég er að vinna á 11-E á sunnudagsmorguninn...
það verður bara gaman þegar ÞESSI törn er búin ... aaah.
Nokkrar slíkar eru samt eftir og einhver heimapróf, heimadæmi stórt verkefni í vöxtur og þroska og meiri greinar til að lesa :)
áður en ég veit af þá verða komin jólapróf! þetta árið eru prófin frá 3. des til 10. des sem er virkilega jákvæð breyting frá því í fyrra þar sem prófin voru búin 21. desember, á föstudegi fyrir jól... (ég fæ ennþá taugahnútstilfinninguna í magann)
allt er samt gott að frétta..
Árún mín kemur til Íslands á morgun og Bróðir minn fer til Danmerkur á morgun ( til Århus meira að segja... haha) Amma er ágæt og ég er hamingjusöm :)
Síðu helgi kíktum við vinkonuhópurinn í virkilega flottan bústað Rafiðnaðarsambandsins við Apavatn og makarnir fylgdu með (mis-seint þó). Potturinn var nýttur, farið var í salthnetu og rúsínu-slag, kökur voru bakaðar (TVISVAR) og nautakjöt með öllu var framreitt...
spiluðum líka partý og co og hlegið að hve fólk gat verið seint að fatta stundum :)
takk elskurnar :)
þetta var geðveik helgi, takk rosalega fyrir samveruna, spurning hvort kallinn þinn addi manni núna á fésbók!!!!! ;) gangi þér vel þessa vikuna nóg að gera ;)
SvaraEyðamikið var gaman að lesa svona hressandi blogg... ekkert krepputal :D þetta líkar mér :D
SvaraEyðakvitt skvísan þín!!
Bogga