miðvikudagur, 10. september 2008

bloggedíblogg

Það hefur sko verið alveg RUGL mikið að gera í þessari viku í verkefna vinnu, heima prófum og dead-lineum.
Ég ætla samt bara að henda inn nokkrum orðum.

Fór austur um síðustu helgi og lét mér ekki nægja að fara til Víkur heldur fór ég þaðan með pabba og jobba litla í sveitina að Hunkubökkum þar sem réttir voru haldnar. Ég var auðvitað búin að panta mér prinsessuherbergið hjá ömmu á afa á meðan mamma og pabbi voru í fellihýsinu og þráinn og Karen í tjaldi. það var síðan legið í öllum rúmum á öllum bæjum og þar á meðal var ferðaþjónustan full.
Á laugardaginn var síðan réttardagur í rosalega góðu veðri og svei mér þá, fólkið næstum jafn margt og kindurnar inní hringnum.
Ég lét mig nú hafa það að draga nokkrar kindur og það er bara drullu erfitt! sérstaklega þegar mamma lætur mann alltaf draga stórar þrjóskar kindur og ofvirk lömb sem eru án handfanga (kollóttar) Þessar sem svo eru með handföngum skilja eftir fallega marbletti á lærunum sem ég skarta stolt núna :)

um kvöldið var svo farið á leiðinlegasta réttarball sem ég hef farið á á ævinni, var líka drulluslöpp með massíva hálsbólgu, kvef, hausverk og svima og fór heim fyrir 2 og ekki einu sinni almennilega ölvuð! :)

annars hefur vikan farið í heimalærdóm og á eftir að vera þannig.
Viðar kemur á föstudaginn og er margt planað, þ.á.m. skírn hjá bróður hans, barnið er löngu nefnt svo að spennan er ekki jafn gríðarleg, nema jú fyrir kræsingunum :)

myndir frá Réttum eru hér
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig