ég fór nú samt úr búningnum fyrst...
eftir gjörsamlega gangslausa ferð í kringluna (þessi var þá númer 4 í röðinni) fór ég með bílinn minn í skoðun sem hann stóðst villulaust (fyrir utan bilað bakkljós í nýju ljósunum sem ég fékk um daginn af einum varabílnum) annars fékk hann toppeinkunn (miðað við bíl sem hefur verið keyrður 274 þúsund kílómetra og er árgerð '93) hann er nú líka toppeintak ! :) með topp ökumanni... uh ég hætti hér bara :)
eftir topp-ferðina í skoðun (ok ok ég er hætt) fór ég heim, aðeins að lesa og bjó svo til uppskrift... notaði 2 uppskriftir til hliðsjónar og breytti, bætti og sleppti hlutum úr og gerði hollar - epla og haframuffins með rúsínum og pecanhnetum
jummí !
er búin að smakka þær heitar og smakka þær kaldar síðar...
heita útgáfan lofar góðu :)
bíó kl 17.45 að sjá Sveitabrúðkaup með leikarana sem veita viðtal fyrir og eftir mynd... stuð
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)