Helgin var annars tekin með þónokkrum rólegheitum og dálitlum plönum.
Viðar kom á föstudaginn eftir að hafa keyrt eins og skaldbaka að norðan (eða amk mér fannst tíminn líða ansi hægt)
Eldaði svo pizzu í pizzaofninum og pizzan hans Viðars var bara betri (svei-mér-þá)... :) hann er ráðinn í djobbið
Ég var búin að baka svakalega súkkulaðiköku sem við höfðum svo ekki pláss í svo að hún beið fram á laugardaginn.
Á laugardaginn var ég með smá óvænt planað... Byrjaði á að prufa svoldið nýtt sem er ÞETTA .
Þetta er smurt brauð, með beikoni og rifinni skinku í botninum, bakað í smá tíma í ofni, síðan er egg brotið ofan í brauð-bollann og smá rjóma hellt yfir + salt og pipar. setti þetta í soufflé-mót en það er líka hægt að muffins-kökuform.
um Kvöldið komuLóa og Bjarni með okkur á double-date og við borðuðum á Madonnu og ég bauð svo öllum í Þjóðleikhúsið að sjá Ástin er diskó, lífið er pönk. Eldhresst leikrit og tilvalið að fara til að skemmta sér á laugardegi :)
í dag var formleg skírn Edvards Þórs og var hún haldin í Fella- og Hólakirkju. haha... þið sem voruð í Víkurskóla-barnakórnum kannist örugglega við nafnið. Þarna var nefnilega kórdiskurinn okkar frægi tekinn upp á einhverjum dögum árið nítján-hundruð og snemma...
old memories....
við horfðum svo mest megnis á klukkuna eftir að skírnarveislunni var lokið og við vorum búin að fara í kringluna. Klukkufjandinn gekk allt of hratt og áður en við vissum af var klukkan orðin það margt að það var kominn tími á að Viðar færi út á flugvöll...
Vildi bara að ég gæti farið þangað næstu helgi...
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)