mánudagur, 25. ágúst 2008

Skólinn er byrjaður...

með tilheyrandi syfju :) 
Þess vegna byrjaði ég fyrstu frímínúturnar á því að kaupa mér kaffikort og kaffið hefur skánað síðan í fyrra... svei-mér-þá :) 

Erum núna komin í aðra stofu, stofu 205, sem er kennd við 3ja árið.. já. næst síðasta árið er hafið og núna er þetta serious! :) ekkert pískur meir :) 

Auðvitað horfði ég á leikinn í gærmorgun. Við vöknuðum öll sem gistum í íbúðinni eldsnemma og ég vippaði fram á morgunverðarborðið stóru hlaðborðið af "English-breakfast" sem samanstóð af ristuðu brauði, spældum eggjum, steiktu beikoni, steiktum pulsum, spaghetti í dós og bökuðum baunum, ofnbökuðum tómötum og auðvitað fylgdi kaffi með sem var svo notað til að bleyta í ástarpungum og kleinum sem komu frá mömmu...
Svona morgunverður fer samt ekkert voðalega vel í magann... einu sinni á ári er fínt ! :)


Ég er núna búin að uppfæra og bæta inn linkum hérna inná síðuna 
SHARE:

2 ummæli

  1. Nafnlaus12:53 e.h.

    Ertu að meina að þetta sé ekki alltaf svona morgunmatur á sunnudagsmorgnum..!!!!
    PYlsurnar voru fínar,,,
    Takk fyrir mig,

    SvaraEyða
  2. ég man ekki eftir neinum p-Y-lsum...

    ég steikti p-U-lsur :)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig