mánudagur, 4. ágúst 2008

Jæja..
þá er ég komin heim enn og aftur.

Ég fór aftur til Akureyrar á föstudaginn, aðeins 4 dögum eftir að ég kom þaðan síðast. 
Ég hoppaði á föstudagsmorgnunm kl hálf 9 og langaði að grenja þegar ég horfði á fullt af fólki með bros á vör labba inn í aðra vél en mína kl 8.15  og hún átti að lenda á Þjóðhátíð... úff mig langaði að hoppa bara í hana ! :) Eitthvað var það þó sem leiddi mig upp í Akureyrarvélina og ég lenti á Akureyri að ganga 10 í rosalega góðu veðri. Ég nýtti sólskinið þó eitthvað lítið og lagði mig í rúma 2 tíma þegar Arnar var búinn að skutla mér heim til Viðars. Þegar Viðar var svo búinn að vinna skoðuðum við aðeins Akureyri einu sinni enn og enduðum í pizzu heima hjá Arnari og Önnu þar voru svo líka Svanur og Biggi sem koma orðið árlega norður um Versló.
Kvöldið fór svo í smá drykkju og partý heima hjá þeim en við fórum þó snemma heim enda bæði drulluþreytt. 

Á laugardeginum var letin tekin á þetta. Veðrið fyrir það fyrsta var ekkert rosalega gott en upp úr 3 braust sólin fram og veðrið eftir það var gríðar gott. Enn sem aftur enduðum við hjá Arnari og Önnu og grilluðum saman hamborgara. Ekkert SMÁ GÓÐA hamborgara líka ! 
Svanur sagði það líka hátt og skýrt "American style hvað!" 
Ég kom mér samt næstum því í smá bobba því að í smá stund "týndist" eitt hamborgarabrauðið og eftir að hafa margtalið brauðin og kjötið þá vantaði eitt brauð og ég vissi ekkert hvað ég hafði gert við það. Þá allt í einu gellur í Svani... "SJITT, ÉG GLEYMDI KJÖTINU!" Það var því aflétt undirbúningi alsherjarleitar og auka kjötið skellt inn í "american style- hvað" borgarann hans Svans... haha

Einhver kvöldvaka var niðrí bæ á Laugardeginum en þar var skítkalt og ekkert eins margt fólk eins og ég hefði haldið svo að við fórum snemma heim og  höfðum það náðugt.

Á sunnudaginn bjó ég til "plat" afmælisdag Viðars. Hann á ekki afmæli fyrr en á miðvikudaginn en þá verð ég auðvitað ekki með honum svo að ég gerði sunnudaginn að afmælisdeginum hans svona á milli okkar. Hann fékk því afmælispakka í rúmið og var held ég bara ágætlega ánægður með valið. úff... ég var svo stressuð :/ Hann allavegana þorir ekki að segja annað.. :)
Ég sagði honum svo að ég væri búin að panta borða á La vita e Bella kl 7 og við ættum kannski aðvera svoldið fín... Hann dressaði sig upp og var ekkert smá sætur og þegar við stóðum fyrir utan Belluna sagði ég honum að við værum reyndar að fara á Friðrik V sem er rosalega flottur staður. Þar beið okkar 5 rétta ævintýramatseðill með smáréttum inná milli og tók það rúma 3 tíma að borða alla veisluna :) Efir góða góða matinn fórum við á Völlinn og fylgdumst með Eurobandinu og Danska sjarmörnum syngja ásamt fleirum .
Þegar flugeldasýningin var búin og allir gengu út af vellinum var mér hrósað fyrir flotta framkomu... Ég er kannski í svipinn örlítið lík Regínu Ósk... hélt konan að Viðar væri Friðrik Ómar? :)

Kvöldið var svo endað í árlegu versló partý heima hjá Birnu og Baldri. 

Enduðum helgina á að keyra í Munaðarnes í 30 ára afmæli og þaðan fékk ég svo far til Reykjavíkur. Ég gleymdi samt að bíllinn minn er útá flugvelli og nennir einhver að skutla mér þangað að ná í hann ?! 

Hér koma nokkrar myndir og eru alls ekki í röð


Í brekkunni á vellinum



Sviðið


Svanur haldandi á Frigg... ekki beint kjölturakkastærðin


Partý hjá Birnu og Baldri 


Að borða á Friðrik V


É


Freyja (bifukolla)

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig