fyrir mig er sjálfsagt best að finna til blað og blýant því að skólinn hefst á MORGUN og það verður ekkert slakað á frá og með fyrsta kennslutíma.
Ég verð svo auðvitað í fullu fjöri sem gjaldkeri Curators og þarf að mæta í helst -ALLAR- vísindaferðir, kórinn er svo á þriðjudagskvöldum í 2 tíma og ég vinn á slysó öll miðvikudagskvöld. :)
Planið fyrir veturinn er því nokkurnveginn
svona og það verður nóg að gera í verkefnavinnu, bókalestri og verknámi.. Ég er samt ekki búin að fá að vita í hvaða verknámshóp ég er í þessa önnina þó að ég auðvitað voni að ég sé í hóp A og fái því góðan tíma til að lesa undir jólaprófin en ekki vera að byrja í prófum daginn sem ég klára verknámið og þarf að skrifa ritgerð um leið og ég les undir prófin ... eins og ég lenti í í síðustu jólaprófum.
Viðar kom um helgina og hann hitti loksins Afa og ömmu á Hunkubökkum (þó að það hafi ekki verið undir ákjósanlegum aðstæðum)
Á menningarnætur-deginum gengum við aðeins um miðbæinn vopnuð regnhlífum því að það rigndi all hressilega allan daginn alveg fram á kvöld.
Fúsi og Guðný kíktu svo líka í heimsókn og voru í mat hjá okkur þar sem eldað var gourmet nauta fillet með svaka góðu meðlæti... mmmmmm :D
við töltum svo öll saman yfir á miklatún í gúmmítúttum og flott á því og hlýddum á tónleikana ásamt öllum hinum :) sem voru ekkert fáir.
þegar síðasta lagið hljómaði, gengum við áleiðis niður að sjá þar sem við komum okkur kózý fyrir á fjörugrjótinu og horfðum á flugeldasýninguna. Eitthvað datt fjörið niður við flugeldana því að ekkert okkar langaði að djamma meir og fórum við því bara heim, Hildur og Gústi kíktu við og við spjölluðum öll fram á nótt
sætu þið :D
SvaraEyðaBogz