miðvikudagur, 20. ágúst 2008

long time, no see



allt of langt síðan ég bloggaði síðast og nú veit ég ekkert hvar ég á að byrja !

Ég var örugglega ekki búin að segja ykkur að ég fór aftur á akureyri þarsíðustu helgi.. oooh ég veit. Get ekki tollað á þeim staðs em ég ætla mér. ákvörðunin að fara þangað var ansi ansi snögg-tekin og var rétt rúmur klukkutími liðinn frá því að mér datt í hug að fljuga þangað með hoppi og þangað til að ég var komin þangað !

Á föstudeginum var svo fiskisúpa á Dalvík og fórum við því þangað og smökkuðum fiskisúpur í görðum fólksins og hlýddum á Hvanndalsbræður spila í garðinum hjá Svanhildi og Loga. Við röltum svo um götur Dalvíkur, kíktum á fallega garða og hittum fólk. Renndum síðan heim til Arnars og Önnu og vígðum pottinn hjá þeim sem þau voru að setja upp í garðinum. Ótal kerti og algert logn... algert æði ! :) finnst verst að hafa ekki reynt að taka mynd af þessu.

á Laugardeginum var viðar að vinna svo að ég fór bara í hálfgerða "pössun" til Arnars og Önnu og við rúntuðum á Dalvíkur þar sem fiskidagurinn mikli var í hæstu hæðum og gengum þar á milli bása og borðuðum fisk í massavís, í allskonar útfærslum.

Við enduðum svo kvöldið á svipuðum nótum og kvöldið áður... Grilluðum jammí mat og fórum svo í pottinn :)

Síðustu helgi var ég EKKI á Akureyri ( GASP! ) Heldur fór ég í fallegasta og skemmtilegasta brúðkaup sem ég hef farið í ... Brúðhjónin voru yndin Björgvin og Ellý og var athöfnin og veislan alt hið glæsilegasta. Ekkert var too much og allt svo passlegt og fínt. Maturinn var geeheeeðveikur og kakan góð (namm)
takk fyrir mig :*
Núna er ég komin heim í Víkina og planið er ekki mikið, ég stoppaði reyndar á Hellu á austurleiðinni og hjálpaði björgunarsveitinni í Vík við að tjalda stærsta tjaldi á íslandi sem er 1200 fermetrar og riiihiiisa stórt.. það tók okkur 11 líka rúma 6 tíma að tjalda því og 4 litlum tjöldum með...




eftir smá rúnt í sveitina í gær þá er ég aftur komin í víkina og hér er skal ég ykkur segja... alveg frábært veður !

c ya later ;)
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus1:01 e.h.

    Best að kvitta fyrir sig svona einu sinni fyrst maður kemur hér inn nánast á hverjum degi!

    Veðrið var æði í gær já...:)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig