mánudagur, 12. júní 2006
sólbruninn...
... sem ég náði mér í á bakið í gær hefur ekkert verið að plaga mig og er ég fallega rauð-brún á bakinu...
mér er samt alveg endalaust heitt.. alveg sama hvaða tíma sólarhringsins það er .
það á eftir að taka mig smá tíma að venjast þessu, ef það mun einhverntíman takast.
í nótt leið mér skást í engu nema bol og nærbuxum, liggjandi ofaná sænginni...
já svona svaf ég alla nóttina! held að ég hafi barasta aldrei gert þetta áður.
í morgun mér til smá gleði var skýjað svo að ég skellti mér í síðar buxur, sem maður getur hneppt upp skálmunum á, ég auðvitað gerði það og skundaði í skólann með krakkana..
.. það að það sé skýjað segir ekekrt um hitastigið.
örugglega 20 stig úti.
svo spáir 30 í dag takk fyrir!!!
já spánn hvað???
:D
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
©
Ragna.is
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)