þriðjudagur, 20. júní 2006

17. júní...


já, í englandi kom líka 17. júní eins og heima en Englendingar voru nú ekkert svaka æstir yfir honum eins og íslendingarninr sem búa hérna.
vaknaði snemma og brunaði heim til ernu og þaðan fórum við til Erlu, ég geymdi svo Punt litla þar og við tokum lestina til South Kensington þar sem einhver Armani eða eitthvað álíka bókstaflega hljóp með okkur til að finna kirkjuna.
ekki það ða við höfum verið svona gasalega seinar, heldur var hann eitthvað að verða seinn.
Hann var samt ekki í vandræðum með að sýna kirkjuræknu stelpunum (sem BTW voru í djammgallanum fyrir kvöldið!) á St. Luke's. þar sem hátíðardagskráin átti ða fara fram.

við sungum við messuna og fórum svo út í garð og fengum okkur PULSUR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! naaaaamm!!! smá fúlar samt, ég , erla og Rita að hafa ekki fengið steiktan lauk! en.. við fengum remúlaði og SS sinnep :D það var nógu gott :p
já, ekki má gleyma íslenska namminu sem við borðuðum á MET tíma.
það var nebbla mest megnis súkkulaði og hitinn þarna hliðina á kirkjunni, í skjólinu var ekki minna en 30-og-eitthvað-stig. enda límdust öll föt við okkur og þar fram eftir götunum. jakk! ekki voru þau nú samt mörg!

eftir að allt skipulagt var búið fórum við og keyptum smá upphitunarvökva og kíktum vso í stelpupartý til Sigrúnar, stelpu sem býr hérna yfir sumarið.
þar endaði ég á að drekka skikkanlegt magn af upphitunarvökvanum, syngja við sálina, svitna, verða fyrir árás af reittum páfagauk, og mála svo 5 stelpur, allar eins... ég var bara ekki alveg með allt dótið með mér... bara það sem ég ætlaði að nota.
við vorum því allar hver annari sætari!!!!

fórum svo um seint og síðar meir niðrí "bæ".
í London er bærinn frekar stór.
næst þurftum við að plana þetta eitthvað aaaaðeins meira.
en þetta var samt gaman

fórum í covent garden út að borða á Fire and Stone og svo á skemmtistað sem var ekkert skemmtilegur.
Rétt sluppum svo frítt inn á stað sem hét Los Locos og þar var ekkert smá mikið stuð.
það sem við dönsuðum.
tónlistin framan af var alger snilld.
öll gömlu gömlu gömlu lögin, allt upp í Sweet child o'mine!!
svo tók við techno seinna um kvöldið.
fjallmyndarlegir menn tóku mig upp á arminn allt þetta kvöld.
hvað var málið með það??
og ég sem var orðin hálf edrú.
ég hefði kannski tekið betur undir það við aðrar kringumstæður!!!
nú er ég samt á hálfgerðum bömmer að hafa ekki gert eitthvað í þessu!! híhí
einhverjir hözluðu þó.. híhi!!!!!!

fórum svo heim, ég, rita, erla og erna og gistum allar heima hjá Erlu.
vöknuðum snemma þar sem við vorum með daginn planaðan, sem fór svo allt í rugl og fokk.. :/
dagurinn var samt ekkert ónýtur enda fórum við til Kingston og fengum okkur að borða á Strada, löbbuðum meðfram Thames og enduðum í Hampton Court hallargarðinum, þar sem við borguðum okkur inn í alvöru garðinn og vá, hann er mun flottari núna þegar blómin eru komin!!!

hef ekkert meira að segja akkúrat núna.

annars eru komnar inn myndir frá helginni.
endilega kíkiði.
við erum svo sveittar og sætar á öllum þeim, og ansi margar glæsilegar!!! :)
nenni ekki ða skrifa við þær akkúrat núna.
blogga á morgun
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig