föstudagur, 23. júní 2006

ég er svo...


hress og kát í dag.
veit ekki alveg afhverju það er samt.
kannski er það veðrið
kannski er það eplið sem ég borðaði með cheeriosinu
kannski er það af því að ég er ekkert búin að leggja mig í morgun ;)
kannski er það af því að ég sofnaði kl 11 í gærkvöldi

hvað það er nú er, þá er ég hress ;D

búin að fara út að hjóla með hundinn í dag, eins og í gær
rassinn á mér! ÁI!
þetta hlítur að venjast. er það ekki annast??

var ansi atorksöm í gær.

Þreif hjá annari fjölskyldu í gær, fór út að hjóla með hundinn, bakaði 2 ofurkökur, roosalega girnilegar, verst er að ég get ekki borðað þessar kökur frekar en hinar 8 sem ég hef bakað hér upp á síðkastið, þessar á að selja líka! (ætti ég ekki að fara að heimta prósentur??)
svo týndi ég bílnum! og nú er ég ekkert að grínast.

sótti krakkana í skólann í gær og þa ðvar svaka vesen með Eddie, hann hafði nefnilega týnt bindinu sínu í morgunfrímínútunum og mátti þvi ekki borða hádegismat. (erum við komin aftur í fornöld eða hvað????) svo týndist það aftur.
ég stormaði því með krakkana heim og sá að gaurinns em var að setja upp fjarstýringuna í stofunni var búinn að taka stæðið mitt, ég hélt kannski að rory hefði tekið bílinn minn en ég mætti honum í dyrunum...
hveeeer hafði tekið bílinn minn????
eftir að hafa pælt svoldið í þessu þá fattaði ég þa ALLT í einu að ég hafði víst farið keyrandi í skólann... ooooooh. labbaði því til baka og sótti hann ...

krakkarnir bjuggu til pizzur alveg sjálf og ég gerði svo eina stóra fyrir Rory og Mary ellen til að elda sér seinna um kvöldið.
ég var aftur á móti að passa hjá skólastjóranum í St. Georges.
og er aftur þar i kvöld
verð svo að passa hérna heima á laugardaginn.

í dag ætlaég að taka herbergið hans Eddies í gegn, tók herbergið hennar MAddie í gegn á miðvikudaginn..

eigiði góða helgi ..

xx
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig