sunnudagur, 5. febrúar 2006

Langt blogg... skyldulesning

Ég vona að þið nennið að lesa allt sem ég ætla að skrifa þvi að það er ansi margt merkilegt sem ég ætla að segja (like that will happen...)

kynntist nýrri stelpu í vikunni... hún er nú ekkert ný.. einu ári eldri en ég og er íslensk og að vinna hérna rétt hjá sem au pair.
æðilslegt að kynnast lokst einhverjum íslendingi hérna...
Við auðvitað plönuðum við djamm eins og íslendingar eiga til að gera.
Ég byrjaði á að fara með Zuzönu, Vaidu og Önnu í bíó að sjá Fun with Dick and Jane, svo brunuðum við heim og tókum taxa á klúbbinn Abayja sem er hjá lestarstöðinni og opinn til 2, eini staðurinn hér í grennd sem er opinn svo lengi..

Nína kom og hitti okkur þar svo.

svo byrjaði það...
Ég fékk gefinst heila flösku af Jack Daniels... já nei.. ég stóð eins og illa gerður hlutur með hana út á gólfi og langaði bara ekkert í.. fór aftur og reyndi enn einu sinni að telja honum trú um að mig langaði ekkert í hana og tókst loksins að losa mig við hana. en sat uppi með 70/30 blöndu af Jack og kók.
Eftir það fór ég að hella í mig Vodka Redbull nammi namm....
Nína hellti líka í sig... svoldið mikið!
og fann sér þennan myndar mann.
Ég var svona aðeins að hafa auga með henni enda var hún alveg ofur drukkin...
Fór á barinn og lenti í rökræðum við einhvern mann sem ætlaði að gefa mér drykk...
Það tók þann tíma ða þegar ég sneri mér við var Nína og gaurinn horfinn...ómééén...

var engin inneign í minum sima svo að ég hljóp upp og fann hana hvergi þar, fékk því lánanðan síman hjá Zuzönu og reyndi að hringja í hana, þá svaraði gaurinn og skellti á mig...
mér stóð ekki aaaaalveg á sama og hringdi aftur og þá svaraði hún og var úti. þegar ég kom út var hún alveg í rusli, sagði að gaurinn hefði stolið veskinu sínu og dyraverðirnir vildu ekki hleypa henni aftur inn af því að hun var svo drukkin...
hún missti það þá aaaaðeins og til að gera LANGA sögu stutta (og mikið ritskoðað) þá kom löggan vegna drykkju á almannafæri, nauðgunarásökun, stulds sem breyttist svo alveg þegar gaurinn kom út því að þá var hann engill og varð aðhalda henni til að hún hlypi ekki að honum þegar verið var að leita á honum af 2 lögreglumönnum.

þau hurfu svo eitthvað saman og löggan tók mig á beinið.. sem endaði þannig að ég fór að gráta, enda trúið mér! þessar löggur eru sko ekkert grín! úff...

hún fannst svo með honum og ég fór með henni heim til hennar og gisti þar, enda hafði löggan gefið það SKÝRT í skyn að hún færi ekki heim með honum.

Greyið var svo á algjörum bömmer í gær og telur að hún hafi alveg örugglega bara TÝNT veskinu á barnum eða eitthva:)

Hef gefið henni annan sjéns :) enda er þetta fínasta stelpa...
Læt hana bara passa sig aðeins á vodka redbull næst! :)


annað merkilegt sem ég ætla að segja er að
...
...
...
...

ÉG ER AÐ KOMA HEIM!!!!!

kem semsagt heim þann 14. já, bara í næstu viku krakkar!!
fer svo aftur þann 19. ( á afmælisdaginn minn)
fékk nebbla miða fram og til baka á 8300 kall með öllu og ég er ein heima hvort sem er alla þessa viku þar sem að enginn vildi koma í heimsókn til mín :(
yrði sorglegt afmæli... alein... *snökt snökt*

vitiði hvað þetta þýðir??

afmælispartý!!!!

er búin ða vera að hugsa mikið..

og var búin að nefna það við einhverja að planið væri að halda eitt í rvk og eitt í vík! já, hvað annað??

eitt semsagt í rvk þann 17. og eitt í vík þann 18, jafnvel eftir að þorrablótið í hverfinu er búið, sleppi bara ballinu og skelli mér heim i smá partý og svo á kaffið! hljómar það ekki vel??

En..

já, alltaf kemur þetta en...

Sveppi hefur ákveðið að stela afmælinu mínu :) hehe
sá bara á msn-inu hans um daginn að þar stóð 17. feb. svo þegar ég spurði hann þá var hann að ákveða að halda upp á sitt afmæli þá. sem mér hafði nú barasta ekkert dottið í hug! :D enda á hann afmæli 1. mars.
En það eru ástæður fyrir öllu og eru Svenni og Biggi vinir hans á landinu akkúrat þarna.
jæja... þá eru góð ráð dýr...
en hafiði þetta bak við eyrað.
ég geri örugglega eitthvað þann 17. í bænum.. enda er ég ekki búin með tollinn síðan um jólin og kem audda með nýjan toll núna!! það verður semsagt bolla!!!!!
vúhú!

þetta er semsagt leyndóið ef þið voruð að spá.

Hverjir ætla að mæta í paaaarrrrrrrtý????
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig