sunnudagur, 12. febrúar 2006

warning... may contain some strong language...

oooh, hve sorgleg get ég verið... (sjá síðar í pistli dagsins)

Er orðin alein heima eins og þið kannski vitið..
Fjölskylan fór til Sviss á föstudaginn og skildi mig aleina heima. hundlausa og allt!

Gærdagurinn var því ansi einmannalegur.
þetta hús er alveg full size og svoldið auðvelt að vera roooosalega einn heima. heima í rvk kveikir maður bara á kertum út um allt og hefur það kósí. ef maður færi að reyna það kostaði það ansi mörg kerti og mikla vinnu í að kveikja á þeim öllum

En sagan er ekki búin.
Pálmi, Hildur og Róbert kíktu í heimsókn til mín...
Til hamingju þið að vera þau fyrstu til að koma og vera, og ég kynntist þeim ekki fyrr en í nóvember! frábærir krakkar.
þau komu ekki fyrr en 8 og var ég þá búin að hreiðra um mig niðrí sófa með kveikt á arninum og fullt á kertum undir honum.
með hvítvínsflösku sem tæmdist líka fljótt...
Þegar þau komu skutluðu þau dótinu sínu upp í gestaherbergi og gerðu sig reddí.
löbbuðum við svo á The Minnow hérna handan við hornið.
maturinn var svona góður... á köflum en þjónustan hræðileg!
tókum leigara þaðan og til Kingston...

Allt ævintýrið byrjaði þar... með leigubílnum... Pálmi á einhvern snilldarlega máta stal leigubíl af öðrum og þurftum við ekki að bíða eins lengi og okkur var sagt :)
leigubílsstjórinn komst auðvitað að því á miðri leið í gegnum talstöðina ða hann væri með vitlaust fólk, en Pálmi sagðist hafa verið sá sem hann væri að leita að ... vorum við svoldið smeik um að hann myndi henda okkur út...
en það gerðist ekki........ ekki þá......

þegar við komum að Oceana og ætluðum inn var Pálmi greyið stoppaður af því að hann var í hvítum MJÖG NÝJUM puma skóm... mjöööög flottum... nei.. þessir Englendingar... *hristahaus*
Hófst þá mikla ævintýri Pálma...
hann endaði á að keyra með leigubílum í einn og hálfan tíma við ða reyna ða komast heim og skipta um skó... Helvítis leigubílsstjórinn sem hann fór fyrst með hann á kolvitlausan stað og vissi ekkert hvert hann var að fara... síðan hvenær á fólk sem tekur leigubíl að rata leiðina???
mar verður eila bara pirr pirr á ða hugsa um þetta.
En þetta reddaðist allt á endanum og pálmi kom aftur til okkar. EKKI í hvítum PUMA skóm..

Grey Róbert... Það var einn STRÁKUR sem lét aaaaansi vel í ljós hve mikið hann "fílaði hann"
hvernig á maður aðsegja þetta!!??
uuuu
það var strákur að reyna við Róbert! haha...
orðin "You will always be in my heart" með leikbrögðum og bendingum mun minna mig á þetta atvik lengi.
Haldiði svo ekki bara að Hildur hafi bjargað honum Róbert með að segjast vera kærastan hans. Það er nú ekki oft sem að stelpur þurfa að koma svona til bjargar.
En grey Róbert... hann þurfti svo sannarlega björgun.
Við náttla hlógum eins og dýr!

já hey, gleymdi einu.
Við hittum 2 íslenskar stelpur sem Hildur þekkir.
hvað haldiði!
önnur þeirra er Erna kærastans hans Bjössa... (fyrrverandi Katrínar ef þið eruð ekki að kveikja á perunni.)
magnaður þessi heimur.
og hin heitir Erla.
skammast mín samt smá við að hafa ekki kveikt á perunni strax, en Erna vissi hver ég var svo að við vorum ekki "strangers" í langan tíma.

en nú kemur að aðal dótinu...
Ég Róbert og Erla fórum í Aspen Ski Lodge herbergið og settumst niður þar í smá pásu.
Þetta herbergi er með pínu rólegri tónlist, bar og sófum út um allt og umhverfið er eins og skíðakofi. Sófar út um allt viðardrumbar.
við tylltum okkur í einn 3 manna sófa úti í horni upp við vegg og tökum bráðlega eftir pari í næsta 3 manna sófa við.
vorum aðeins að spá hvurn fjandann þau væru nú eiginlega að gera. En hún sat klofvega ofan á honum. eftir smá augngotur sáum við að þau voru í ÓÐA önn við að rífa utan af henni sokkabuxurnar! gekk svona frekar mikið illa...
að lokum stendur hún upp og klárar verkið (semsagt að rífa sokkabuxurnar svo til allar af sér) og kastar þeim sigri hrósandi upp í loftið.
þarna myndi maður nú KANNSKI halda að sigurinn hjá þeim væri í höfn en þá leggst hún á bakið hliðina á gaurnum og togar af sér nærbuxurnar með lappirnar upp í loftið og þær fljúga í humátt eftir sokkabuxunum...
þarna vorum við aaaaðeins meira farin að fylgjast með...
já. ekki má gleyma að hún var í stuttu pífupilsi..
þegar nærbuxurnar voru búnar í sinni flugferð stendur hún upp aftur og sest ofan á vin sinn og hylur alla miðju hans með pilsinu. hann fer þá eitthvað að bifast undir pilsinu og stuttu síðar sér maður vinkonuna farna að hreyfast eitthvað undarlega, hálf kindarleg að kíkja í kringum sig.
við þarna þríeykið í hinum sófanum sátum og göptum alveg... litum á hvort annað og hristum hausana í von um að okkur væri að dreyma... en nei...
skömmu síðar var vinkonunni alveg orðið sama hver var að horfa og við vorum svona aðeins að spá hvort væri vandræðalegra.. að þau væru virkilega að gera þetta þarna eða við að horfa á!
svo að við fórum... en ekki fyrr en við vorum búin að taka eitt stk video upp á myndavél :D ekki mína samt
já svona á maður að gera þetta!!

haha

allavegana kvöldið var nú ekki alveg búið þó svo að ekkert því meir merkilegra hafi gerst eftir þetta..
fyrr en ...
já...
með einhverjum undarlegum máta létum við henda okkur út úr eitt stk leigubíl á leiðinni heim...
veit ekki alveg hvort að það hafi verið það að við vorum ansi mikið að prútta eða það að pálmi fór að herma eftir kebabhreimnum á gaurnum...
við vorum því rukkuð um 5 pund og stóðum fyrir framan eitthvað cooper og BMW umboð...
hvað gera danir þá...
já eftir smá ves hringdi ég í SAMA leigubíla fyrirtæki og gat náttla ekki einu sinni sagt í hvað bæ ég var!! hehe
hann vissi samt að okkur hafði verið hent út og ég neitaði að fá sama leigubílstjóra aftur! ætti bara að senda annan leigubílsstjóra þangað sem hinn hafði hent okkur út!
gaf upp nr mitt og sollis og allt í gúddí.
svo stoppar bíll hjá okkur og skutlar okkur á mettíma heim.
hann hefur örugglega ekki verið leigubíllinn en alveg viðkunnalegasti enski maður samt...
held að þetta hafi ekki verið leigubíllinn af því að leigubílastöðin hringdi í mig þegar við vorum á leiðinni heim..

já þetta var viðburðaríkt kvöld!!!


en hvað haldiði að ég sé að gera núna?
já ég skal sko segja ykkur það!!!

ég sit alein hérna ...
með cadbury's chocolate mousse að horfa á Five sjónvarpsstöðina sem akkúrat er að sýna þátt sem er 2 klst langur og fjallar um britain's favorite's Break-up songs...

þetta getur ekki verið verra er það?

morgundagurinn verður smá erfiður enda er VISA kortið mitt dáið og ég er nýbúin að leggja allan minn pening inn á það svo að ég hef ekki pening til að eyða til að gera eitthvað
á jú 2 þús kall inn á debit kortinu en ætli það fari ekki lestarpening til Stansted.

ég er jú ða koma heim á þriðjudaginn krakkar!!!!
hlakka ekkert smá til enda er ég svona smáá einmanna hérna akkúrat núna.

vá þetta varð langt...

bæ for now
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig