fimmtudagur, 16. febrúar 2006

lent ...

já, ég er komin heim í mitt stutta stopp...
kom á þriðjudaginn kl hálf 12 um kvöldið.... og hann Þráinn ofurbróðir minn sótti mig.

einhvernveginn þá endaði ég uppi í sumarbústað (sem er á leiðinni til þingvalla) og eyddi nóttinni með 2 heitum karlmönnum! haha :)

í gær skrapp ég til læknis sem fannst ég eitthvað ljót.. svo hann gaf mér einhver efni til að brenna af mér andlitið... for real!! ég ætla ekki að byrja á þessum "framkvæmdum" fyrr en ég kem aftur út ef að allt fer illa og ég líti út eins og face-off gaur.. get þá bara lokað mig inni í Englandi meðan ég er að ná tökum á þessari sýru sem ég á að nota til að losna við andlitið.. don't ask.. eins gott að ég verði sæt eftir þetta!

fór svo og hitti Gulla í smá stund og svo loksins hitti ég Árúnu bumbulínu og sætu kisuna hennar... hún er algert krútt! kisan þá og auðvitað árún líka svona ólétt og sæt :) Palli kom líka smá við á leiðinni úr skólanum og í vinnuna svo að ég fékk þann heiður að hitta alla fjölskylduna .

svo fór ég til Þorbjargar yfirklippara í klippingu og strípur seinni partinn og svona líka glimrandi ánægð með árangurinn... Ég gafst pínu upp á ða safna smá hári, en við tókum ekkert svoo mikið af því svo að enn er ekki öll von úti enn...
Eftir það fór ég með þorbjörgu til Hugborgar og þangað komu Þuríður, Hildur og Hrönn líka. Alveg snilldar kvöld og MIKIÐ rifjað upp...

nefna má ...
-ferðina á ball á selfossi, duttum í það á leiðinni og vissum ekki einu sinni hvort við kæmumst inn... Því balli má þakka að Þorbjörg og Gunnar eru saman núna.
-merkilegu réttarballi 9. september árið 2001 ( sko ég er ekki viss með dagsetninguna núna en Þuríður.. hvernig mannstu þetta allt?)
-rifjuðum aðeins upp hrakfarir Mattýar þegar hún gleymdi löppinni úti og reyndi ítrekað að loka bílhurðinni.
-fáranlegri ferð minnar og Þuríðar á einhverjum jeppa á klaustur að sækja einhverja fulla fugla í sumarbústað
-kvöldinu sem ákveðið var að Hrönn og Jón þór ættu að byrja saman ... eitthvað mistókst það og fann Hrönn hann Fannar síðar meir sem uppskar hana Lilju Dögg yfirhermara :)
já og svo margt sem ekki margir mega heyra af :D

eftir þetta var klukkan langt gengin í 12 og ég ætlaði að vera komin heim til víkur um morguninn til þess að vera mætt í saltkjöt til mömmu í hádeginu..
en ég og mínar áætlanir...
ég keyrði um nóttina og var komin heim um hálf 3 í nótt.. svaf því út í morgun. mmmm

en þá er komið að tilkynningu...

Ykkur er boðið í afmælið mitt heima hjá mér í Reykjavík þann 17. febrúar
mæting er um 8 og bolla verður á staðnum
Planið er svo að fjölmenna á Players upp úr miðnætti á alvöru ball með Í svörtum fötum
og fá gestirnir í afmælinu sérstakan díl á miðaverði.

endilega bara heyrið í mér eða sendið sms ef þið viljið vita eitthvað í síma 866-0781
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig